Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 120
Tímarit Máls og menningar námunda við hana höföu heint athygli sinni að henni“ (69). Þetta verður í þýðingunni: „Kvinnene nær henne hadde gjort kvarandre merksam pa henne“ (47), þar sem orðasambandið „að beina athygli að“ hefur augljóslega verið tekið fyrir „að vekja athygli á“, sem er allt annað. I næsta dæmi hefur tveimur útlitslíkum en alls óskyldum nafnorðum verið blandað saman, vegna þess að aðeins hefur verið litið á stofn orðsins, en smáatriði eins og beygingarendingar látin lönd og leið. Konan hafði alltaf verið vön að fá sér kaffi á morgnana og setjast með það inn í stofu. „Þetta hafði ætíð verið friðsæl stund, vin í eyðimörk hversdagsleikans" (30), segir þar. I þýðingunni stendur hins vegar: „Det hadde alltid vore ei fredfull stund, ein ven i kvardags-audna“ (23). Hér hefur kvenkynsorðið „vin“ umsvifalaust verið skilið sem karlkynsorðið „vinur“. I stað vinjar í eyði- mörk sem er eðlilegt myndmál er þar komin vinur sem vandséð er hvað geti hjálpað á slíkum stað. Vandamál þess sem er staddur í eyðimörk er nefnilega ekki vinaleysið, heldur skortur á vatni og gróðri, — vinjum. Þetta er ekki í eina skiptið sem heilt myndmál Svövu verður nykrað í þýðingunni, og hér sem víðar hefur þýðandi mátt vera gagnrýnni í notkun sinni á sænsku þýðingunni, sem einnig talar um „en ván i vardagens öken“ (20). Við þýðingar á íslenskum textum getur það haft afdrifaríkar afleiðingar að gefa ekki nægilegan gaum að málfræðilegum atriðum, svo sem hvort orð eru í eintölu eða fleirtölu, eru atviksorð eða lýsingarorð o. s. frv. I norsku þýðingunni á Leigjandanum úir og grúir af villum af þessu tagi, og verða hér aðeins nefnd örfá dæmi. I frásögninni af jólaundirbúningnum þarf konan að fara niður í kjallara til að ná í jólaskrautið: „Hún fór ein niður stigann að sækja skrautið. Sakir þreytu fannst henni hún vera á óendanlega langri niðurleið. Hún gekk tröppu eftir tröppu. . .“ (H8). I þýðingunni er fyrst sagt frá því, að hún „gjekk áleine ned trappa" (77), sem er í lagi, en heldur versnar í því, þegar hún síðan „gjekk trapp etter trapp“ (78), sem getur ekki merkt annað en hún hafi gengið stiga eftir stiga. Hér hefur þýðandi ekki áttað sig á því, að orðið „trappa“ í íslensku merkir þrep, þegar það er í eintölu, en verður að vera í fleirtölu til að geta merkt stiga, þ. e. mörg þrep. I frumtextanum gengur konan aðeins niður einn stiga, sem henni finnst að vísu langur og með mörgum tröppum, en í þýðingunni gengur hún hins vegar niður ótal stiga. Undarlega djúpur kjallari það. Um Pétur er það eitt sinn sagt að tilvera hans öll þá stundina væri lífshættuleg jafnvægisganga milli „tveggja póla sem köstuðu honum vilja- lausum á milli sín“ (44). Orðið „viljalaus“ er hér hliðstætt lýsingarorð og á við Pétur, hann er viljalaus. I þýðingunni er það hins vegar orðið að atviks- orði og látið eiga við pólana tvo sem „kasta han viljelaust mellom seg“ (32). 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.