Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 122
Tímarit Máls og menningar hins vegar vera álitið nokkuð eðlilegt ástand í þýðingunni, sem segir, að „smilen ráka henne der ho stod vernlaus utan vápen i bendene“ (27), en að vera vopnlaus verður ekki skilið öðruvísi en bókstalega í norsku. Fyrir utan þetta stemmir þýðingin engan veginn við hugarástand konunnar, því að hún býr til árásarmynd þar sem í frumtexta er varnarmynd. A skoðunarferð sinni um íbúðina fer leigjandinn fram í eldhús, þar sem hann stansar „á miðju gólfi og hleypti brúnum um leið og hann leit í kringum sig“ (11). Ekki hefur þýðandi almennilega áttað sig á því hvað orðasambandið „að hleypa brúnum“ þýddi, og í stað þess að fletta því upp í orðabók hefur hann sett það í eitthvert óljóst samband við að hlaupa eða vera ókyrr, því að hjá honum stansar maðurinn „midt pá golvet og snart lyfte, snart drog ned augnebrunene medan han ság seg ikring" (11). Andlit mannsins er sem sagt á fleygiferð, og passar það illa við framhald lýsing- arinnar þar sem segir, að með þessu augnaráði hafi hann horft „fast og rannsakandi" (11) á eldhússkápana. Hér er enn eitt dæmið um að þýðandi hefur ekki framkallað fyrir sér mynd veruleikans að baki orðanna. Látbragð svipað þessu kemur fyrir á öðrum stað í þýðingunni, þegar konan, sem í frumtexta „kinkaði einbeitt kolli eins og til að fylgja eftir hugsun sinni“ (53) er látin kinka kolli „i eino som om ho stadfeste tankane sine“ (38), þ. e. í sífellu. I þýðingunni eru hugsanirnar líka orðnar margar í stað einnar ákveðinnar í frumtextanum. Hér kynni forskeytið „ein-“ í einbeittur að hafa framkallað norska orðasambandið „i eino“ og þar með fleirtölu hugsananna, en líklegra er þó, að hugmyndin sé komin úr sænsku þýðing- unni, þar sem konan „oupphörligt nickade som för att ge eftertryck át sina tankar" (37), þ. e. a. s. kinkar svo mikið kolli að hún stoppar ekki. Oft eru föst orð og orðtök þýdd svo bókstaflega og orðrétt, að málfar bókarinnar, jafnt sem tungutak persónanna, hljóta að verka mjög undarlega á norska lesendur. Hér sem víðar gerir þýðandi sér ekki grein fyrir því, að það er munur á máli og málnotkun. Að orð sem eru algeng í íslensku geta verið sjaldgæf í norsku, orð sem hafa slævst að myndrænni merkingu í íslensku hafa getað haldið henni í norsku, og að það sem er málvenja og eðlilegt mál í íslensku þarf ekki endilega að vera það líka í norsku. Þegar konan t. a. m. er að býsnast yfir leigjandanum og segist viss um, að „Réttvísin hefði verið á hælum hans“ (40) er persónugerving hennar á þessu hugtaki fullkomlega í samræmi við venjulegt íslenskt talmál, þar sem orðið réttvísi með ákveðnum greini er yfirleitt ekki notað um annað en þá sem gæta laga og réttar, og er þar oftast átt við lögregluna. I munni konunnar merkir setningin því ekkert annað en lögreglan sé á hælunum á leigjandan- um. Samsvarandi persónugerving þessa hugtaks er ekki til í norsku, og tal konunnar um, að „rettferda hadde vore i hælane pá han“ (29) verður því 112
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.