Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 122
Tímarit Máls og menningar
hins vegar vera álitið nokkuð eðlilegt ástand í þýðingunni, sem segir, að
„smilen ráka henne der ho stod vernlaus utan vápen i bendene“ (27), en að
vera vopnlaus verður ekki skilið öðruvísi en bókstalega í norsku. Fyrir utan
þetta stemmir þýðingin engan veginn við hugarástand konunnar, því að hún
býr til árásarmynd þar sem í frumtexta er varnarmynd.
A skoðunarferð sinni um íbúðina fer leigjandinn fram í eldhús, þar sem
hann stansar „á miðju gólfi og hleypti brúnum um leið og hann leit í
kringum sig“ (11). Ekki hefur þýðandi almennilega áttað sig á því hvað
orðasambandið „að hleypa brúnum“ þýddi, og í stað þess að fletta því upp í
orðabók hefur hann sett það í eitthvert óljóst samband við að hlaupa eða
vera ókyrr, því að hjá honum stansar maðurinn „midt pá golvet og snart
lyfte, snart drog ned augnebrunene medan han ság seg ikring" (11). Andlit
mannsins er sem sagt á fleygiferð, og passar það illa við framhald lýsing-
arinnar þar sem segir, að með þessu augnaráði hafi hann horft „fast og
rannsakandi" (11) á eldhússkápana. Hér er enn eitt dæmið um að þýðandi
hefur ekki framkallað fyrir sér mynd veruleikans að baki orðanna. Látbragð
svipað þessu kemur fyrir á öðrum stað í þýðingunni, þegar konan, sem í
frumtexta „kinkaði einbeitt kolli eins og til að fylgja eftir hugsun sinni“ (53)
er látin kinka kolli „i eino som om ho stadfeste tankane sine“ (38), þ. e. í
sífellu. I þýðingunni eru hugsanirnar líka orðnar margar í stað einnar
ákveðinnar í frumtextanum. Hér kynni forskeytið „ein-“ í einbeittur að
hafa framkallað norska orðasambandið „i eino“ og þar með fleirtölu
hugsananna, en líklegra er þó, að hugmyndin sé komin úr sænsku þýðing-
unni, þar sem konan „oupphörligt nickade som för att ge eftertryck át sina
tankar" (37), þ. e. a. s. kinkar svo mikið kolli að hún stoppar ekki.
Oft eru föst orð og orðtök þýdd svo bókstaflega og orðrétt, að málfar
bókarinnar, jafnt sem tungutak persónanna, hljóta að verka mjög undarlega
á norska lesendur. Hér sem víðar gerir þýðandi sér ekki grein fyrir því, að
það er munur á máli og málnotkun. Að orð sem eru algeng í íslensku geta
verið sjaldgæf í norsku, orð sem hafa slævst að myndrænni merkingu í
íslensku hafa getað haldið henni í norsku, og að það sem er málvenja og
eðlilegt mál í íslensku þarf ekki endilega að vera það líka í norsku. Þegar
konan t. a. m. er að býsnast yfir leigjandanum og segist viss um, að
„Réttvísin hefði verið á hælum hans“ (40) er persónugerving hennar á þessu
hugtaki fullkomlega í samræmi við venjulegt íslenskt talmál, þar sem orðið
réttvísi með ákveðnum greini er yfirleitt ekki notað um annað en þá sem
gæta laga og réttar, og er þar oftast átt við lögregluna. I munni konunnar
merkir setningin því ekkert annað en lögreglan sé á hælunum á leigjandan-
um. Samsvarandi persónugerving þessa hugtaks er ekki til í norsku, og tal
konunnar um, að „rettferda hadde vore i hælane pá han“ (29) verður því
112