Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 123
Úrvinnsla orðanna meir en lítið skáldlegt. I stað þeirrar áþreifanlegu réttvísi sem hún telur hafa barið að dyrum hjá sér, væntanlega til þess að hafa hendur í hári glæpa- mannsins, er komið hugtakið réttlæti með öllum þeim siðferðilegu skírskot- unum sem því fylgja. Fyrir kemur að þýðandi býr til orðtak sem alls ekki er til í norsku. Þegar konan er að telja Pétur á að taka við peningunum sem leigjandinn býður fram, ber hún fyrir sig vaxandi dýrtíð og segir: „Og það léttir að minnsta kosti ekki róburinn að hafa fjölda manns á framfæri. Ætli það þyngi hann ekki frekar fyrir fólki sem ekkert á?“ (83). Þetta er þýtt svo: „Det blir iallfall ikkje lettare á ro om det sit mange i báten. Blir det ikkje tvert imot tyngre for den som ingenting eig?“ (57). Hér hefði þýðandi átt að leitast við að finna samsvarandi orðasamband á norsku í stað þess að þýða orðrétt og bæta við róðrarmyndina, því að hún út af fyrir sig skiptir engu máli. Það sem skiptir máli eru einmitt klifanirnar og þetta dauða myndmál, sem konan er alltaf að grípa til. I norsku þýðingunni verður sambandið milli róðrar og eignaleysis óskiljanlegt, auk þess sem írónían sem felst í orðunum um „að hafa fjölda manns á framfæri“, þar sem leigjandinn er nú bara einn, tapast gjörsamlega. Þessi málnotkun konunnar sýnir mjög vel, hve háð hún er föstum orðasamböndum og klifunum, jafnvel þótt þau stangist á við raunveruleikann og hennar eigin reynslu. Geigandi beiting orba Eitt helsta einkenni Leigjandans er mjög markviss málnotkun, þar sem minnstu orð og ekki síst orðmyndir gegna ákveðnu hlutverki í merkingu sögunnar. I þýðingunni er málnotkun hins vegar geigandi, val orða og orðmynda er tilviljunarkennt, myndmál brenglað, og stíllinn flest út í merkingarleysu. Kemur þetta fram hvar sem borið er niður. Mjög algengt er að þýðandi einfaldi eða þýði með einhverju sem honum hefur líklega þótt koma nógu nálægt bókstaflegu merkingunni. Þannig verða setningar eins og „úr látbragbi öllu“ (34) og „úr svip þeirra og fasi“ (71) einfaldlega að „frá andletet hans“ (25) og „or andleta deira“ (49), þar sem orðið andlit er notað sem eins konar safnheiti yfir allt sem lýtur að látbragði og svip. „Boð handan fjarlægðar og tíma“ (100) er þýtt með „bodskap. . . frá land og tider langt borte" (67) og verður þannig að boðskap frá fjarlægum löndum og tímum, „Pétri var misbobib“ (78) verður „Peter var tydeleg irritert“ (53), sem er allt annað, og „af þjálfabri næmi sinni“ (84) verður „med sitt overlag vare næme“ (57—58), rétt eins og næmi konunnar sé meðfætt en ekki þjálfað upp af angist margra vökunótta. Þessi geigandi beiting máls kemur mjög greinilega fram í ónákvæmum þýðingum sagnmynda, sem þýðandi hefur af óskiljanlegum ástæðum mjög TMM VIII 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.