Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 144
Tímarit Mál$ og menningar sem höfundur dregur af þeim, virðast mér hófsamlegar og eðlilegar. Ljóst virð- ist vera að þessar rannsóknir, þó að stór- fróðlegar og merkar séu, eru þess ekki umkomnar að fræða mikið um eðli og tilgang drauma, í því efni þarf að leita á mið hugrænna kenninga. Fyrirferðarmest er útlistun höfundar á draumkenningu Freuds. Er það að vonum, því að hún er upphaf og und- irstaða flestra annarra kenninga, sem síðar koma. Bersýnilegt er að dr. Matthí- as hefur lagt mikla alúð við að kynna sér kenningu Freuds sem best, svo og margt af því, sem um hana hefur verið ritað. Og þaulkunnugur er hann hinu mikla draumariti Freuds (Die Traumdeutung), sem þó er hvorki nein smásmíði né alltaf áhlaupalestur. Vissulega er hægt að taka undir margt í gagnrýni höfundar á þessa kenningu. Hún er í mörgum tilvikum vafasöm og í ýmsum öðrum alltof þröng. Það væri auk þess undarlegt um áttatíu ára gamla kenningu, ef hún væri ekki á marga lund orðin úrelt. Ég kann vel við hvern hátt höfundur hefur á að reifa hverja kenninguna á fætur annarri. f>ví sem gagnrýni stenst hjá Freud er haldið eftir. Við þann kjarna bætist það sem nýtilegt er hjá Jung, Adler o. s. frv., uns úr verður að lokum mjög verulega útvíkkuð „dynam- ísk draumfræðikenning". Höfundur set- ur hana að vísu aldrei beinlínis fram, þó að lesa megi hana á milli lína. Enda vill hann halda sem flestum leiðum opnum, eins og varfærinna manna er siður, og viðurkennir að margar gátur bíði úr- lausnar. Um þetta farast honum sjálfum svo orð í upphafi lokakaflans: Margra leiða hefir verið leitað til að skýra uppsprettu og eðli drauma og hjá mörgum lærdómsfrömuði höfum við leitað svara í undanfarandi köflum. Enda þótt við höfum ekki játast alfarið undir neina hinna áminnstu kenninga, hafa þær opnað okkur sýn frá ýmsum sjónarmiðum inn í margbrotna gerð draumsins. I þeirri trú hefi ég rakið meginþætti þeirra og aðeins staldrað við, þegar mér hefir sýnst leiðsögumaður minn stefna í ófæru. Hverri nýrri leiðsögn tók ég í þeirri von, að hún myndi beina för minni áleiðis að markinu. Hver og ein þeirra kenninga, sem ég hefi reynt að kryfja til mergjar, er að mínum dómi verðmætt framlag til skilnings á flóknum ráðgátum draumsins. Að vísu standa þær á mis- jafnlega traustum grunni eða inn í rannsóknina blandast oft annarlegar skoðanir, ýmist af trúarlegum eða hagrænum toga, eða þær missa marks af öðrum sökum. Einmitt þetta sýnir okkur, hversu heillandi ráðgáta draumurinn er og upp á hve margar sennilegar lausnir hún virðist bjóða. En misræmið á milli kenninga merkra draumarannsóknarmanna bendir eindregið til þess, að leiðin að einni algildri niðurstöðu muni enn um hríð reynast bæði löng og villu- gjörn (bls. 269). Það virðist vera bjargföst trú höfund- ar að draumar séu skilgetin afsprengi mannlegrar vitundar. „Hvers konar lífsreynsla, sem náði að gagntaka ein- staklinginn, er síbúin að vekja honum draum“ (bls. 273). „Draumar geta sprottið af hvers konar reynslu, sem ein- staklingurinn hefur orðið fyrir, hvort sem er í kynnum við efnis- og samfélags- legan raunveruleika eða hræringar í eigin vitund og geðfari" (bls. 282). „Upp- spretta og leiksvið draumsins er eigið 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.