Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 8
Tímarit Máls og menningar
Grýlan Efnahagsvandi
Forystumenn okkar í stjórnmálum hafa brugðist því hlutverki sínu að leiða
þjóðina áfram frá sjálfstæðisbaráttu 19. aldar til raunverulega sjálfstæðs hugar-
fars sem auðvitað átti að taka við. Mistök þeirra felast að hluta til í því að vera
sífellt að hræða almenning með yfirvofandi eða yfirstandandi efnahagsvanda.
Lesandabréf Björns Jónssonar byrjar einmitt á þessu: „Við vorum að ræða
saman, þrír vinnufélagar, á dögunum og m.a. það ófremdarástand í efnahags-
og peningamálum hér, sem aldrei virðist ætla að taka enda.“ Þessar samræður
þeirra félaga leiddu síðan til þess að einn þeirra kom í vinnuna með bækling frá
1943 sem heitir Ástandib í sjálfstæðismáhnu. Þaðan kom hugmyndin um að við
hefðum ekki átt að segja skilið við Dani. Það er auðvitað fáránlega öfugsnúið
að sjónarmið lögskilnaðarmanna í lýðveldismálinu skuli kveikja þessa hug-
mynd, því að þeim gekk ekki annað til en sómatilfinning, að slíta ekki sam-
bandinu við Dani meðan þeir væru ófrjálsir að ræða málið við okkur, vegna
þess að Danir voru undir hernámi Þjóðverja. En það er annað mál.
Eðlilega héldu þeir vinnufélagar að ófremdarástandið stafaði af skorti; þann-
ig kemur efnahagsvandi okkur einstaklingum fyrir sjónir. Það er ekki von að
menn átti sig á að vandi okkar þessa stundina stafar mest af ofgnótt, offjárfest-
ingu og bruðli í góðæri undanfarandi ára. Því mundu stórfelldar samgöngu-
framkvæmdir, hvort sem væri á vegum Dana eða Atlantshafsbandalagsins,
sennilega skapa meiri vanda í efnahags- og peningamálum en hann leysti. Það
hefur sífellt verið talað um efnahagsvanda á Islandi síðan ég man fyrst eftir,
fyrir miðja öldina. En á þessum tíma hefur svotil allt verið byggt upp að nýju
hér á landi, fólksfjöldi hefur næstum tvöfaldast og neysla okkar margfaldast.
Það er nú allur efnahagsvandinn þegar litið er til baka.
En, hver er þá vandinn? Ætli hann sé ekki einkum skortur á pólitískri for-
ystu? í stað þess að stýra fjármálum þjóðarinnar hafa stjórnmálamenn okkar
alltof oft gripið til þess að blása út yfirborðslega smámuni og kalla efnahags-
vanda, ýmist til þess að réttlæta óvinsælar ráðstafanir eða til að sýna fram á
getuleysi þeirra sem sitja í ríkisstjórn í það skiptið. Þannig halda þeir fólki í til-
efnislausum ótta og koma í veg fyrir að þjóðin nái þeirri reisn og þeim metnaði
sem þarf til þess að treysta sér til að mynda sjálfstætt þjóðfélag í alvöru.
Eru þjóðir úreltar?
Nú kynni einhver að vilja svara mér með því að segja að tími þjóðríkjanna sé
að líða undir lok. Það sé úrelt að leggja áherslu á að hver þjóð borgi endilega
flugvelli sína, vegi, jarðgöng eða háskólamenntun. Nú sé að taka við tími
þjóðabandalaga, varnarbandalaga, menningarsamvinnu, og það kynnu að vera
þessar einingar sem ættu að standa fyrir framkvæmdum og jafna þeim niður á
sig-
Ég er raunar ekki tilbúinn til að fallast á þetta sjónarmið, en um það þarf
134