Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 9
Adrepur
ekki að ræða í þessu sambandi, því að þeir sem ég á hér orðastað við eru síður
en svo fúsari til þess en aðrir að leggja fram hlut til sameiginlegra verkefna
þjóða. Við erum ekki aðilar að mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins og
leggjum ekkert fram til hans, og ekki hef ég heyrt utanríkisráðherra eða nokk-
urn annan hreyfa tillögu um að við ættum að gera það. Ekki erum við Islend-
ingar fúsari en hverjir aðrir til að hlíta alþjóðlegum samþykktum, til dæmis um
hvalveiðar, ef við teljum að þær fari í bága við hagsmuni okkar. Ekki viljum við
deila fiskimiðum okkar með Evrópubandalagsþjóðum, þó að við viljum kom-
ast tollalaust með fiskinn okkar inn á markaði þeirra. Ekki vildum við sjá
handboltamenn okkar keppa eingöngu í sameiginlegu liði NATO eða EFTA,
og ekki mundum við fylgjast með slíku liði með sama áhuga og landsliði Is-
lendinga, er það?
Nei, á vissan hátt erum við Islendingar flestir mestu þjóðernissinnar og sár-
nískir á það sem við ráðum sjálfir yfir. Við tímum til dæmis ekki að leggja neitt
að ráði fram til þróunarhjálpar, þó að við séum ein af auðugustu þjóðum heims
og höfum sjálfir notið þróunarhjálpar Dana þangað til fyrir aðeins rúmum 70
árum. Það lítur því hreint ekki út fyrir að við séum á leiðinni að ganga inn í
aðrar þjóðir eða sameinast þeim. Ef við stöndum ekki vörð um sjálfstæði okk-
ar, ræktum það og styrkjum, þá bíður okkar ekkert annað en að sökkva ofan í
hjálendustandið á ný, í þetta sinn líklega í formi einhvers konar risavaxinnar
herstöðvar.
Er ekki kominn tími til að breyta um?
Hjálenduviðhorfið er auðvitað langt frá því að vera einrátt hjá okkur. Þess
vegna var aronskunni mótmælt harkalega, bæði frá hægri og vinstri í stjórnmál-
um, þó að hún vilji sækja á aftur og aftur í nýjum myndum. En skýrasta dæmið
um hvað við Islendingar eigum mikið af sjálfstæðum, ábyrgum og myndar-
legum hugsunarhætti birtist í sjónvarpsmálinu á sjöunda áratug aldarinnar. Þá
gerðist það, áður en íslendingar höfðu komið sér upp sjónvarpsstöð sjálfir, að
herliðið á Keflavíkurflugvelli fór að senda sjónvarpsefni yfir allt höfuðborgar-
svæðið og nágrenni þess, svo að náði til meira en helmings þjóðarinnar. Hópur
manna úr öllum stjórnmálaflokkum, bæði stuðningsmenn og andstæðingar
hersetunnar, tók sig þá saman um að mótmæla þessari innrás í menningarhelgi
Islendinga. Þeir gerðu það svo eftirminnilega að rödd þeirra varð ekki þögguð
niður.
Það kom meðal annars í ljós í umræðum um sjónvarpsmálið að þingmenn og
ráðherrar höfðu haldið fram furðulegum fjarstæðum þegar þeir voru að verja
þá ákvörðun sína að leyfa Bandaríkjamönnum að stækka sjónvarpsstöðina úr
50 vöttum í 250. Þáverandi utanríkisráðherra, sem reyndar var þingmaður Al-
þýðuflokksins, hélt því til dæmis blákalt fram vorið 1962 að minni stöðvar en
250 vött væru úreltar og fengjust ekki lengur. Síðar kom í ljós að ári síðar rak
Bandaríkjaher fjölda stöðva frá einu vatti til 150 vatta, en 250 vatta stöðvar eða
135