Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 14
Tímarit Máls og menningar fella þá. Sé horft í aðra átt, lýsti Georg Biichner því yfir í Dauða Dantons, að mannkynið bæri nú sjálft ábyrgð á forlögum sínum, úr því að Guð væri ekki lengur til að skella skuldinni á. Nútíminn hefur sleppt úr haldi bæði frelsi til góðs og frelsi til ills, og með því hefur hann lagt á okkur þá skyldu að halda þeim báðum í skefjum af- stæðna. Það sem er algott getur kallazt pollýanna. Alvont heitir Hitler. Afstætt gott nefnist Simone Weil, afstætt illt de Sade. En nafn afstæðisins sjálfs er ekki lengur dyggðin, heldur er það gildi eða mæti. Vondar bókmenntir halda kyrru fyrir á sviði dyggðarinnar; þær setja góða pilta út í átök á móti vondum strák- um. Góðar bókmenntir hefja sig upp á svið mæta sem takast hvert á við annað. Þetta er það sem Salman Rushdie hefur gert í öllum skáldsögum sínum. Enda þótt hann hafi verið að leikgera átökin þau arna í ranni Islamstrúarinn- ar, þá losar þetta okkur hin samt sem áður ekki undan því, okkur í gyðinglegu og kristnu hefðinni, að líta eftir því, hvar okkar eigið umburðarleysi spretti upp, og því, hvar takmörk okkar eru, þegar táknum okkar sjálfra er sveiflað út í átök. Listamenn hafa verið þaggaðir eða látnir „hverfa" í rómönsku Ameríku fyrir það að gera varir sínar ekki að lúðri fyrir opinberan sannleika heima- ajatollana okkar, sem flestir eru hermenn. I Evrópu hefur Jean-Luc Godard og í Bandaríkjunum Martin Scorsese orðið fyrir árásum fyrir að kanna af alvöru í kaþólskum sið það sem Rushdie er að kanna í sið Múhameðs, nefnilega sam- tengingarnar, möguleikana, andana/draugana handan við dogmusetningarnar. Þónokkrir gyðinglegir höfundar og gamanleikarar hafa haft gyðingatrúna að spaugi. Hvað eru takmörkin? Hvað yrði ef gyðinglegur höfundur drægi upp mynd af Onnu Frank sem ungri hóru? Eða kaþólskur höfundur lýsti Jósep, þeim afbrýðifulla myrði þeirra sem hann elskar, sem hinum rétta og sanna svikara frelsarans? Það sem er sérlega uggvænlegt í sambandi við reynslu Salmans Rushdies af umburðarleysinu er það, að hún hefur afhjúpað bandalag viðskiptalegrar rag- mennsku og strangtrúarlegs umburðarleysis kraumandi af gerjun kringum sjálftilnefnt bjarg skynseminnar í hvaða þjóðfélagi sem er. Sértrúarhópar eru til samsíða verzlunarhyggju hvort eð vill í Georgíu eða Guatemala. Setjum svo, að þessir tveir aðilar - bóksalar og útgefendur sem gugna fyrir hótunum þeirra sem gera sér óttann að vopni, og hins vegar ofsamenn allra trúarbragða, hvort sem þeir væru fylgismenn Múhameðs, Krists, eða Gyðingar - uppgötvuðu hið sértrúarlega bróðerni sitt. Þá gæti leikrými frelsisins í veröld okkar tekið upp á því að þrengjast bæði skjótlega og skelfilega. Málsvörn fyrir Salman Rushdie er málsvörn fyrir okkur sjálf. Mannlegt stolt býður manni að segja, að hann hefur gefið okkur öllum betri ástæðu til þess að skilja og standa vörð um atvinnugrein letursins á hinu efsta sviði skapandi máttar, ímyndunar, greindar og félagslegrar ábyrgðar. Snarað af ensku í Guardian Weekly, 5. mars 1989, af Davíð Erlingssyni 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.