Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 14
Tímarit Máls og menningar
fella þá. Sé horft í aðra átt, lýsti Georg Biichner því yfir í Dauða Dantons, að
mannkynið bæri nú sjálft ábyrgð á forlögum sínum, úr því að Guð væri ekki
lengur til að skella skuldinni á.
Nútíminn hefur sleppt úr haldi bæði frelsi til góðs og frelsi til ills, og með
því hefur hann lagt á okkur þá skyldu að halda þeim báðum í skefjum af-
stæðna. Það sem er algott getur kallazt pollýanna. Alvont heitir Hitler. Afstætt
gott nefnist Simone Weil, afstætt illt de Sade. En nafn afstæðisins sjálfs er ekki
lengur dyggðin, heldur er það gildi eða mæti. Vondar bókmenntir halda kyrru
fyrir á sviði dyggðarinnar; þær setja góða pilta út í átök á móti vondum strák-
um. Góðar bókmenntir hefja sig upp á svið mæta sem takast hvert á við annað.
Þetta er það sem Salman Rushdie hefur gert í öllum skáldsögum sínum.
Enda þótt hann hafi verið að leikgera átökin þau arna í ranni Islamstrúarinn-
ar, þá losar þetta okkur hin samt sem áður ekki undan því, okkur í gyðinglegu
og kristnu hefðinni, að líta eftir því, hvar okkar eigið umburðarleysi spretti
upp, og því, hvar takmörk okkar eru, þegar táknum okkar sjálfra er sveiflað út
í átök. Listamenn hafa verið þaggaðir eða látnir „hverfa" í rómönsku Ameríku
fyrir það að gera varir sínar ekki að lúðri fyrir opinberan sannleika heima-
ajatollana okkar, sem flestir eru hermenn. I Evrópu hefur Jean-Luc Godard og
í Bandaríkjunum Martin Scorsese orðið fyrir árásum fyrir að kanna af alvöru í
kaþólskum sið það sem Rushdie er að kanna í sið Múhameðs, nefnilega sam-
tengingarnar, möguleikana, andana/draugana handan við dogmusetningarnar.
Þónokkrir gyðinglegir höfundar og gamanleikarar hafa haft gyðingatrúna að
spaugi. Hvað eru takmörkin? Hvað yrði ef gyðinglegur höfundur drægi upp
mynd af Onnu Frank sem ungri hóru? Eða kaþólskur höfundur lýsti Jósep,
þeim afbrýðifulla myrði þeirra sem hann elskar, sem hinum rétta og sanna
svikara frelsarans?
Það sem er sérlega uggvænlegt í sambandi við reynslu Salmans Rushdies af
umburðarleysinu er það, að hún hefur afhjúpað bandalag viðskiptalegrar rag-
mennsku og strangtrúarlegs umburðarleysis kraumandi af gerjun kringum
sjálftilnefnt bjarg skynseminnar í hvaða þjóðfélagi sem er. Sértrúarhópar eru til
samsíða verzlunarhyggju hvort eð vill í Georgíu eða Guatemala. Setjum svo, að
þessir tveir aðilar - bóksalar og útgefendur sem gugna fyrir hótunum þeirra
sem gera sér óttann að vopni, og hins vegar ofsamenn allra trúarbragða, hvort
sem þeir væru fylgismenn Múhameðs, Krists, eða Gyðingar - uppgötvuðu hið
sértrúarlega bróðerni sitt. Þá gæti leikrými frelsisins í veröld okkar tekið upp á
því að þrengjast bæði skjótlega og skelfilega.
Málsvörn fyrir Salman Rushdie er málsvörn fyrir okkur sjálf. Mannlegt stolt
býður manni að segja, að hann hefur gefið okkur öllum betri ástæðu til þess að
skilja og standa vörð um atvinnugrein letursins á hinu efsta sviði skapandi
máttar, ímyndunar, greindar og félagslegrar ábyrgðar.
Snarað af ensku í Guardian Weekly, 5. mars 1989, af Davíð Erlingssyni
140