Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 23
Adrepur upp sakirnar við einhverja móðurmálskennara, sem þeir höfðu í menntaskóla eða ennþá neðri skólastigum. . (125)! Við eigum þó komplexana a.m.k. sam- eiginlega með ágætum hópi fræðimanna, Grími M. Helgasyni, Jónasi Kristj- ánssyni, Olafi Briem, Ólafi Halldórssyni og Vésteini Ólasyni, svo nokkrir séu nefndir, sem allir hafa gefið út fornrit með nútímastafsetningu. Annars er harla merkilegt að lesa skrif EMJ um rithátt fornra bóka. Stundum er rétt eins og hann taki upp þráðinn þar sem andstæðingar útgáfu Halldórs Laxness á nokkrum fornsögum létu hann falla á fimmta áratugnum. En ýmis meginatriði sem fram komu í deilunni um útgáfur Halldórs, atriði sem við héldum að flestum væru ljós, virðast hafa farið fram hjá EMJ og því er vert að rifja þau hér upp. Meginröksemd Halldórs Laxness og stuðningsmanna hans fyrir því að gefa ætti út fornsögurnar á nútímastafsetningu var sú að þannig fengju almennir les- endur frekast tilfinningu fyrir þeim sem lifandi skáldskap á lifandi máli. Þessi rök hafa verið ráðandi í Iestrar- og skólaútgáfum undanfarna tvo áratugi eða svo. Enda þótt EMJ sé þeirrar skoðunar að þeir menn sem telja samræmda staf- setningu forna fráhrindandi eða „flókna“ og „undarlega" svo að notuð séu hans eigin orð, eigi ekki annað skilið en „að fá framan í sig háðslega hláturs- gusu“ (125) hafa fáir fræðimenn góðu heilli verið á sama máli. Ymsir þeirra hafa meira að segja talið að allir lesendur, jafnt fræðingar sem aðrir, nytu fornbók- menntanna á annan veg í lestrarútgáfum en vísindaútgáfum. Þannig segir Krist- inn E. Andrésson t.d. í ritdómi um Laxdælu Halldórs 1941: Eg hefði aldrei trúað að þessar tiltölulega lítilvægu breytingar á útgáfuform- inu, (. . .) gætu gert söguna svo margfalt aðgengilegri. En því verður ekki á móti borið, að jafnvel þótt maður sé þaulæfður að lesa sögurnar í eldri bún- ingnum og hafi ekki fundið til þess, að hann truflaði mann neitt við lestur- inn, þá færist manni sagan á þennan hátt miklu nær, það er eins og brotinn niður veggur, sem þrátt fyrir allt hefur byrgt fyrir okkur óhindraða útsýn yf- ir landslag sögunnar og fegurðareinkenni þess. (Laxdæla saga. Tímarit Mdls og menningar, (3) 1941, 297) Halldór Laxness var sjálfur í hópi þeirra manna sem vildu ekki aðeins sam- ræmda stafsetningu forna feiga í lestrarútgáfum heldur hafa efast um fræðilegt gildi þess að samræma með sérstökum hætti rithátt fornritanna. Hann segir m.a. Bókmentir vorar fornar voru ekki skrifaðar með neinni sérstakri stafsetn- íngu, algildar reglur í því efni eru tiltölulega nýar hjá okkur, og eru fyrst og fremst settar til hagræðis við skólakenslu. Menn stafsettu áður mjög misjafnt og hver eftir sínu höfði, oft án þess að hirða um samræmi, sami maður skrif- aði sama orðið á ýmsan hátt. (. . .) Einginn spyr leingur á vorum dögum hvort nítjándualdarsamræmíng þrettándualdarritháttar hafi betur tekist hjá 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.