Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 29
Fáein orð um Þórberg ur - við esperantó sem alþjóðamál. Þórbergur valdi esperantó eftir mjög gaum- gæfilega rannsókn, eins og 350 blaðsíðna bók hans Alþjóðamál og málleysur frá 1933 ber vott um. Þessi niðurstaða opinberaðist honum raunar á rakarastofu Sigurðar Ólafssonar árið 1925 meðan hann var að horfa á spjald á veggnum þar sem auglýst var gómsæt berjasaft. Þetta var í maí. Og í kjölfarið fylgdu sex ár með einbeittum esperantólestri 10 til 20 klukkustundir á sólarhring en það jafn- gildir heilum áratug ef miðað er við átta stunda vinnudag. Hann las esperantó af slíku kappi að hann fullyrðir að hann hafi jafnvel haft skruddurnar með sér á kamarinn. I stíl sínum er Þórbergur svona vísvitaður líka, meðvitund hans svona kristaltær. Að hætti fornskálda gerir hann skarpan greinarmun á hverri þeirra stíltegunda sem hann hefur á valdi sínu. Samkvæmt „hjóli Virgils“, sem mál- skrúðsfræðingar nefndu svo, voru stíltegundirnar þrjár: hár stíll, hafður um höfðingja, miðlungsstíll hafður um bændur og lágur stíll notaður um almúga- menn. í þessu efni var allt njörvað niður í kerfi og á miðöldum þótti það að brjóta reglur stílsins glöggt merki um fákunnáttu. Þórbergur lýsti eitt sinn í viðtali fylgi sínu við þá hugmynd að stíllinn yrði að hæfa efninu (/ kompaníi við allífið, 175-175). Og hann valdi ekki stíltegund af handahófi. En þó að hann virðist hafa gengið út frá formföstu reglukerfi eins og fornskáldin, þá var stíll hans þó alltaf sveigjanlegur eða „elastískur“ eins og hann kallaði það sjálfur, og reglurnar ekki síður margslungnar en yrkisefnin. Eitt er víst: lesandinn situr eftir með þá tilfinningu að Þórbergur velji hvert orð af kostgæfni, stíll hans verður jafnan heildstæður og hugsaður fremur en brokkgengur. Setjist Þórbergur við að skrifa sögukafla í skemmtistíl, þá er þeirri stefnu fylgt út í æsar. En kjósi hann fræðistílinn, þá hvikar hann ekki frá honum heldur. Og engu að síður - og það er ekki síst furðulegt — þá virðist allt svo áreynslulaust og eðlilegt sem hann skrifar. Enda sagði Þórbergur eitt sinn varðandi Bréf til Láru: í ritverki mátti hvergi sjást tilgerð, hvergi skrúf, hvergi uppskafningshreyk- ingar. Bók varð að vera náttúrleg eins og sólarljósið og þó annar eins við- burður og franskt skonnortustrand á fjöru í Suðursveit {Bréf til Láru, 265). Og SVO þetta: Þegar Þórbergur segist hafa stíltegund á valdi sínu, þá stendur það heima. Þá merkir það ekki að hann hafi slompast á að skrifa fáeinar línur í þeim stíl, heldur að hann geti brugðið honum fyrir sig hvenær sem er og haldið bonum svo lengi sem hann sjálfur kýs. Svona meðvitaður og útreiknaður var ritháttur Þórbergs. En nú kemur það sem er kannski merkilegast: Þrátt fyrir þetta yfirleguhug- arfar Þórbergs, þrátt fyrir þetta fornlega og niðurflokkaða viðhorf sem kenna má við stíltegundir, þá gat hann alltaf komið á óvart með skrýtnum orðmynd- um og hugdettum, dýrlegum kringilyrðum eða óvæntu sjónarhorni. Hann þandi boga málsins stríðar en flestir, hann þorði að „teygja“ íslenskuna „á 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.