Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 29
Fáein orð um Þórberg
ur - við esperantó sem alþjóðamál. Þórbergur valdi esperantó eftir mjög gaum-
gæfilega rannsókn, eins og 350 blaðsíðna bók hans Alþjóðamál og málleysur frá
1933 ber vott um. Þessi niðurstaða opinberaðist honum raunar á rakarastofu
Sigurðar Ólafssonar árið 1925 meðan hann var að horfa á spjald á veggnum þar
sem auglýst var gómsæt berjasaft. Þetta var í maí. Og í kjölfarið fylgdu sex ár
með einbeittum esperantólestri 10 til 20 klukkustundir á sólarhring en það jafn-
gildir heilum áratug ef miðað er við átta stunda vinnudag. Hann las esperantó
af slíku kappi að hann fullyrðir að hann hafi jafnvel haft skruddurnar með sér á
kamarinn.
I stíl sínum er Þórbergur svona vísvitaður líka, meðvitund hans svona
kristaltær. Að hætti fornskálda gerir hann skarpan greinarmun á hverri þeirra
stíltegunda sem hann hefur á valdi sínu. Samkvæmt „hjóli Virgils“, sem mál-
skrúðsfræðingar nefndu svo, voru stíltegundirnar þrjár: hár stíll, hafður um
höfðingja, miðlungsstíll hafður um bændur og lágur stíll notaður um almúga-
menn. í þessu efni var allt njörvað niður í kerfi og á miðöldum þótti það að
brjóta reglur stílsins glöggt merki um fákunnáttu.
Þórbergur lýsti eitt sinn í viðtali fylgi sínu við þá hugmynd að stíllinn yrði
að hæfa efninu (/ kompaníi við allífið, 175-175). Og hann valdi ekki stíltegund
af handahófi. En þó að hann virðist hafa gengið út frá formföstu reglukerfi eins
og fornskáldin, þá var stíll hans þó alltaf sveigjanlegur eða „elastískur“ eins og
hann kallaði það sjálfur, og reglurnar ekki síður margslungnar en yrkisefnin.
Eitt er víst: lesandinn situr eftir með þá tilfinningu að Þórbergur velji hvert
orð af kostgæfni, stíll hans verður jafnan heildstæður og hugsaður fremur en
brokkgengur. Setjist Þórbergur við að skrifa sögukafla í skemmtistíl, þá er
þeirri stefnu fylgt út í æsar. En kjósi hann fræðistílinn, þá hvikar hann ekki frá
honum heldur. Og engu að síður - og það er ekki síst furðulegt — þá virðist allt
svo áreynslulaust og eðlilegt sem hann skrifar. Enda sagði Þórbergur eitt sinn
varðandi Bréf til Láru:
í ritverki mátti hvergi sjást tilgerð, hvergi skrúf, hvergi uppskafningshreyk-
ingar. Bók varð að vera náttúrleg eins og sólarljósið og þó annar eins við-
burður og franskt skonnortustrand á fjöru í Suðursveit {Bréf til Láru, 265).
Og SVO þetta: Þegar Þórbergur segist hafa stíltegund á valdi sínu, þá stendur
það heima. Þá merkir það ekki að hann hafi slompast á að skrifa fáeinar línur í
þeim stíl, heldur að hann geti brugðið honum fyrir sig hvenær sem er og haldið
bonum svo lengi sem hann sjálfur kýs.
Svona meðvitaður og útreiknaður var ritháttur Þórbergs.
En nú kemur það sem er kannski merkilegast: Þrátt fyrir þetta yfirleguhug-
arfar Þórbergs, þrátt fyrir þetta fornlega og niðurflokkaða viðhorf sem kenna
má við stíltegundir, þá gat hann alltaf komið á óvart með skrýtnum orðmynd-
um og hugdettum, dýrlegum kringilyrðum eða óvæntu sjónarhorni. Hann
þandi boga málsins stríðar en flestir, hann þorði að „teygja“ íslenskuna „á
155