Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 30
Tímarit Máls og menningar sprettinum óttalaust“ eins og Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði (TMM 1969, 2). Og þetta var af því að Þórbergur var óviðjafnanleg og dásam- leg blanda vísindamannns og sprelligosa. Nú er stíll Þórbergs síður en svo hið eina sem gerir hann merkan. Söguefni hans eru ekki síður athygli verð. Þórbergur lifði tímaskeið þegar mikið gekk á í íslensku þjóðfélagi. A æskuárum hans bólgnuðu þarfir landsmanna skyndilega út. Allir sáu að nú var dögun. Nú þurfti vísindi, togara, vökulög og taxta, og það þurfti ósviknar bókmenntir. Síminn kom og bíllinn og svo var það út- varpið. Og það kom kreppa. Nútíminn barði að dyrum. Það var ekki lítil þraut að glíma við þennan heim og vera til í honum. Það var ekki síður þraut að finna hinum nýja tíma mál við hæfi. Þar kemur Þór- bergur til skjalanna. Þórbergur flyst úr sveit í borg, fer úr sveitastörfum til sjós, þaðan í skóla; hann reynir fátæktina á sjálfum sér, hann sér ljós sannleika og réttlætis og af- ræður að birta það öðrum undanbragðalaust og dregst þannig inn í stjórnmála- baráttu samtímans. Og andlegur farareyrir hans felst í tíu þúsund vísum sem hann lærði heima á Hala, í Islendingasögum, Jóni Indíafara, Vídalínspostillu, Alþýðubók séra Þórarins og ómenguðu brjóstviti greindra Skaftfellinga. Allt sem ber fyrir augu hans kryfur hann kalt og klárt. í næmri og mótsagnakenndri sál hans mætast íslensk arfleifð og ljós úr austri; hugur hans er fullur af ótta við allt frá hrökkálum til illhvela, hann óttast um líf sitt en um leið er hann öðrum mönnum djarfari þegar hann segir hinu sköllótta afturhaldi höfuðstaðarins til syndanna. Allt þetta gerir huga Þórbergs og verk að kraumandi potti. Þeim yrkisefnum sem slíkir tímar buðu uppá hæfði nýr stíll, stíll sem þá var ekki til á íslensku. Þá kom Bréf til Láru eins og þruma úr heiðbláum himni. 17. desember árið 1924 heyrði lognmolla Jíinars Kvarans og Jóns Trausta í einu vetfangi fortíðinni til. Spilin voru stokkuð að nýju. Fyrir hundrað árum, er Þórbergur Þórðarson fæddist, gat enginn vitað að sá hvítvoðungur myndi vinna tungu sinni og menningu slíkt gagn að fáum verður þar til jafnað fyrr eða síðar. Þórbergur sameinaði í greip sinni þræði í íslenskri menningu sem ekki máttu týnast, hann gerði úr þeim vað sem ekki mun slitna í bráð. Og hann verður haldreipi okkar. Ræða flutt við afhendingu Stílverðlauna Þórbergs Þórðarssonar, 12. mars 1989. 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.