Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem einkum þá öfundarbletti rækir
hvar afbrýði Drottins gimsteinum sínum hrækir,
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem horfir í moldarmyrkrin niður
hvar málmbrynjulýðinn hjúpar grafarfriður,
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem dylur heljarhendi þinni
háska svefngengils á þakbrúninni,
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem með galdri göngulúna fætur
gamla fylliraftsins bifast lætur,
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem helst linar angrið manna og meinin
með því að blanda eldi brennisteininn,
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem Krösus merktir marki þínu,
mannvonskusvip og níðingseðli sínu,
Satan, æ, veittu mér vesælum þjánirnar sparðar!
Þú sem lætur augu ungra kvenna
af þessum sáru töturástum brenna,
158