Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 36
Tímarit Máls og menningar gerð þess sé eða efni. Aðrir halda því kannski fram að hvaðeina sé listaverk sem einhver segir að sé slíkt, og það þurfi enga kunnáttumenn til leiðsagnar því. En haldbesta skýringin, að mínu viti, er sú að listaverk sé eitthvað ákveðið sem hefur öðlast eðli sitt af því að það hefur verið gert að tíma sem hefur verið fangaður á meðvitaðan hátt af einum eða fleiri lifandi einstakl- ingum og færður með stílvilja annað hvort í nótur, innfyrir útlínur í lit, í línur eða t.a.m. ákveðinn blaðsíðufjölda. Allt þetta afmarkar „efnislega lengd“ listaverksins og er hin eina óyggjandi stærð þess, áður en það nær til annarra (lesenda, hlustenda, áhorfenda) en þess eða þeirra sem gengu frá því í áðurnefndum formum. I raun og veru er nóg að skilgreina tímann með því að segja að hann sé birta eða ljós, vegna þess að ljósið leiðir alltaf af sér hreyfingu. En við skul- um ímynda okkur málverk sem er 40x40 sm að stærð, að ritverk sé 250 síður að lengd og hægt sé að lesa það á X klukkustundum, og tónverk sem tekur tuttugu mínútur í flutningi. En stærð, lengd og flutningur þessara listaverka er ekki nema ytra form hins raunverulega tíma þeirra. Innsti tím- inn er birtan sem stafar frá formunum, litunum, hljómunum sem berast frá nótunum og þau áhrif sem atburðirnir í ritverkinu kunna að skilja eftir í huga þess sem nýtur þess. Menn skynja með ýmsu móti tímann sem stafar frá litunum, og einnig fer það hverju sinni eftir því hvernig birtan er sem fellur á þá, vegna þess að allir litir eru sem tunglið gagnvart sólu: án birtu frá henni eru þeir dauðir hnettir. En yfir höfuð er sá tími magnaðri sem stafar frá dimmum flötum en ljósum, vegna þess að flæðið er kyrrara frá dökku en ljósu. Sérhver listamaður setur verk sín saman samkvæmt þessum eiginleikum. í málaralistinni hefur þetta verið gjarna kallað samleikur birtu og dimmu eða leikur ljóss og skugga. Þá eru nefndir eiginleikar taldir vera andstæður, þrátt fyrir „leikinn". Eg veit ekki með vissu hvort skynjun á leik ljóss og skugga, sé eitthvað breytileg eftir því hvar menn búa á jarðarkringlunni. Samt býst ég við að þeir sem búa við miðbaug hljóti að skynja betur skörp skil ljóss og skugga en maður sem býr í norðurálfu, þar sem birtan er dreifðari: það morgnar hægt og kvöldar seint. En víst er að íslendingum er illa við svartan lit, enda er hann fátíður í málverkum íslenskra listamanna, jafnvel þótt landið sé að miklu leyti svart eða í dökkum lit fremur en ljósum. Með þessu móti af- neita íslenskir listamenn í list sinni litnum á efninu sem er undir fótum þeirra, í augum þeirra, vegna þess að hann minnir þá eflaust á langar vetrar- nætur, nætur sem eru engu að síður að miklu leyti dagur, þótt dimmur sé, ef farið er eftir þeim tíma sem klukkan mælir og skipt er í dægur. Það að forðast liti umhverfisins er flótti inn í liti óskhyggjunnar og tíma draums- 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.