Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 46
Dagný Kristjánsdóttir
Skáldið eina!
Um nokkur Ijóð Jónasar Hallgrímssonar.
Fyrri hluti.
Kaupmannahófn 1832'
Göturnar í bænum eru þröngar, húsin há, hvítkölkuð með svörtum þökum
útað götunni, rauðum innað húsagörðunum.2 Eftir miðri hellulagðri göt-
unni liggur rennusteinninn. I morgunsárið kasta þjónustustúlkurnar úr-
gangi úr húsunum í rennusteininn. Þegar rignir sígur rotnandi massinn af
stað, í logni og sólskini verður ódaunninn óbærilegur, úti og inni.
Það er snemma morguns, borgin er ekki vöknuð. Borgarhliðin hafa ekki
verið opnuð: bændur eru ekki komnir með vörur sínar á markaðina. Borg-
armúrarnir eru hlaðnir og breiðir svo að borgararnir geta gengið þar sér til
skemmtunar og andað að sér ferskri sjávargolu frá Eyrarsundi. Með jöfnu
millibili eru útskot á múrnum þar sem litlar, hvítar vindmyllur mala korn
fyrir borgina. A múrnum eru fjögur hlið: Osterport, Nörreport, Vester-
port og Amagerport. Hliðunum er læst á kvöldin en verðirnir eru hættir að
þurfa að afhenda lyklana í konungshöllinni yfir nóttina. Gegnum Nörre-
porthliðið geta menn komist inn í borgina að næturlagi, en einungis fót-
gangandi og gegn tveggja skildinga gjaldi.
Borgaryfirvöld halda fast við að Kaupmannahöfn megi ekki byggjast út
fyrir múrana af hernaðarlegum ástæðum. Herforingjarnir segja nefnilega að
húsaþyrpingar utan við borgarmúrinn yrðu kærkomin virki fyrir umsát-
ursmenn. Allir vita að þetta er rugl - borgarmúrarnir breyttu litlu þegar
Bretarnir komu 1807.
Borgin er að springa utan af íbúunum: 1770 bjuggu um 90 þúsund manns
í Kaupmannhöfn, árið 1832 eru íbúarnir orðnir um 120 þúsund. I brunan-
um mikla 1795 brunnu níu hundruð hús til kaldra kola, í stríðinu 1807 voru
þrjú hundruð hús lögð í rúst.3 Nýju húsin eru byggð þéttar, eru hærri, það
sést ekki til sólar í sumum götunum.
Húsnæðismál borgarinnar eru átakanleg. Margar fjölskyldur búa saman í
einu herbergi, það er sofið í hverri skonsu, í kjöllurum, á þakloftum. A
daginn heldur fólk sig á götunni. Hvar annars staðar getur það verið?
172