Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 53
Skáldið eina!
ers skammt þegar kemur að því að skýra þversagnir þjóðernisstefnunnar og
flóknari sálfræðilega og tilfinningalega þætti hennar.
Hvað Island varðar voru engar efnahagslegar forsendur fyrir þjóðernis-
hyggju sem stjórnmálastefnu fyrir miðja nítjándu öld. Það sem hratt skrið-
unni af stað var, eins og Gunnar Karlsson segir, metnaður og pólitískur
vilji Hafnarstúdentanna til að:
. . . hefja sjálfstæða iðnþróun (og heimta pólitískt sjálfstæði ef það er ekki
fyrir hendi). Til að virkja fjöldann til slíks átaks, gefa honum traust á sjálfan
sig og tilfinningu um samstöðu, er tekið að rækta og upphefja hin þjóðlegu
verðmæti. Þarna, í ræktinni við þjóðsögurnar, alþýðuvísurnar og þjóðdans-
ana, er einmitt stærsti snertiflötur þjóðernisstefnu og rómantíkur.17
En við höfum einmitt séð að Jónas Hallgrímsson nedst gegn því sem var
helsta vígi alþýðumenningarinnar, rímunum, og fyrirlitning hans á því sem
ómenntuð alþýðan dáðist að, hefur tæpast verið fallin til að gefa henni
„traust á sjálfa sig og tilfinningu um samstöðu". Sú „alþýðumenning“ sem
Jónas boðar er nýsköpun, er hámenning sem héðan af skal heita „alþýðu-
menning". Þetta hafði meðal annars komið fram í ljóðinu Island.
Ljóðið Island er pólitískt áróðursljóð. Fjölnir hefst á þessu ljóði og í því
er pólitísk stefnuskrá tímaritsins lögð fram og rökstutt hvers vegna hið
fyrirhugaða ráðgjafarþing konungs skuli staðsett á Þingvöllum en ekki í
Reykjavík. Miðað við hinn pólitíska þunga sem í ljóðinu á að felast er það
merkilega ástríðulaust, röklegt, laust við rómantíska hrifningu.
Island er ort undir elegískum hætti sem er samsettur úr tvíhendum en
ekki skipt í erindi. I Islandi er ekki aðeins leitað til klassíkurinnar um brag-
arhátt heldur er efnisbygging ljóðsins eins og skóladæmi um ræðulist
Grikkja og Rómverja18, þá sem Sveinbjörn Egilsson hefur væntanlega kennt
Fjölnismönnum á Bessastöðum.
Fyrsti hlutinn heitir „exordium“ eða inngangur. Island er ávarpað: „hvar
er þín fornaldarfrægð. . .“. Þetta eru fyrstu átta línurnar, vísuorðin. Þá
kemur „narratio" eða frásögn, málavextir eru lagðir fram. Þetta eru næstu
tólf vísuorð, þar sem gullöldinni er lýst. Þá kemur „argumentatio“ eða rök-
stuðningur með eða á móti. I Islandi eru það átta vísuorð, þar sem form-
legar spurningar eru bornar upp um þróunina, er hún til góðs? Næst kem-
ur „peroratio“ eða lokaorð, tólf vísuorð. Fyrstu vísuorð frásagnarhlutans,
gullaldarkaflans, eru endurtekin í upphafi pessa hluta sem lýsir tómlæti og
hnignun samtímans og samanburður er byggður þannig upp með stíllegum
hliðstæðum og andstæðum. Síðustu fjögur vísuorðin eru síðan „recapitu-
latio“ eða samantekt, ávarpsorð eins og í fyrstu vísuorðunum en í þetta
sinn er þjóðin ávörpuð.
179