Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 57
Skdldið eina!
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund -
þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Það er tákn Gunnars, atgeirinn, sem er uppistaðan í lýsingu hans, „hluti
fyrir heild“ (pars pro toto) er allt og sumt sem hann fær, á meðan bróðir
hans, Kolskeggur, birtist í fullri líkamsstærð (gumi fríður) og litum
(dreyrrauður hestur, bláu saxi gyrður). Kolskeggur „starir“ út á Eyjasund,
augnaráðið er frosið, óbifanlegt - á meðan Gunnar „horfir hlíðar-brekku
móti“, augnaráðið er opið, móttækilegt. Og hér erum við komin að hvörf-
unum, hinum frægu orðum Gunnars „Fögur er hlíðin. . .“
Yfirlýsing Gunnars fellur í tvo hluta sem koma hvor öðrum ekki við - í
útgáfu Jónasar.
„Sá ég ei fyr svo fagran jarðar gróða,
fénaður dreifir sér um græna haga,
við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Annars vegar er skilningur bóndasonarins á fegurð náttúrunnar, friðsælli
en umfram allt hagsælli, það síðast nefnda (fé á beit) gleður auga bóndans,
hins vegar er innfluttur skilningur alþjóðlegrar rómantíkur á því hvað sé
fagurt (rauð rós - ekki fífill).
Fyrsta vísa Gunnarshólma er í þátíð til að undirstrika sögulega fjarlægð
en strax í annarri vísunni skiptir yfir í nútíð, fortíð er dregin inn í nútíðina í
dramatískri sveiflu (þá sem er nú . . .). Nútíð ljóðsins er síðan spunnin
áfram og áfram; í rúmi þannig að ljóðið fyllir sjóndeildarhringinn, í menn-
ingunni með skírskotunum til goðsagna og bókmennta, í skynjuninni með
hinu sjónræna og hljómræna.
Um leið verður nútíð ljóðsins spenntari og stríðari stig af stigi og það eru
líka áhrif bragarháttarins vegna þess að „terzia rima“ er í raun eins og flétta
eða þula sem hægt er að halda áfram í hið óendanlega. Það er hins vegar
ekki hægt að víkka augnablikið út í hið óendanlega, takmörk tímans eru
óumflýjanleg.
Skilin í Gunnarshólma eru algjör og undirstrikuð á þrjá vegu: skipt er úr
nútíð í þátíð og þar með eru upphaf og endir tersínuhlutans dregin saman í
hringlaga hreyfingu (þá sem er nú sem var þá). Nýr bragarháttur tekur við,
hin þunga, íhugandi oktava sem er mjög ólík léttúðugri, masgjarnri tersín-
unni. Tónn ljóðsins breytist, við tekur hátíðleg endursögn á örlögum
Gunnars. Þetta er fyrri hluti fyrri oktövunnar.
I fimmta vísuorði hennar kemur ný og óvænt uppákoma. Aftur er skipt
183