Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 76
Tímarit Máls og menningar
innar eftir Horkheimer og Adorno, og lesandinn á óneitanlega erfitt með
að átta sig á erindi þeirrar endursagnar í umræðuna, ekki síst þar sem höf-
undur lætur sjálfur ekki uppi afstöðu sína til hennar.11
Ollu alvarlegra finnst mér þó þegar Astráður rangfærir orð mín um stór-
borgarvitundina sem birtist í Vefaranum mikla: „Það er athyglisvert að
Halldór Guðmundsson leggur svo mikla áherslu á að finna módernisman-
um félagslegt samhengi að hann allt að því flytur evrópska stórborg uppá
Island þriðja áratugarins (. . .)“ (ÁE bls. 288). Rökin fyrir þessu sýnast þau
helst að ég segi Halldór Laxness boða stórborgarlíf og kalla Stein Elliða
„barn stórborgarinnar“ (ÁE bls. 313). Nú hélt ég að það væri ekki hægt að
lesa bók mína án þess að átta sig á því að ég lít á Stein sem barn erlendrar
stórborgar, barn þess módernisma sem fæddist í miðevrópskum stórborg-
um um aldamótin - og Strindbergs. Og Steinn var líka að miklu leyti bók-
menntaminni líkt og forveri hans og nafni í Heiman eg fór: „Persóna sem
varð til í huglægri sjálfhverfu evrópskra aldamótabókmennta. Og til að
setja slíka skepnu niður á Islandi þarf Halldór að grípa til sterkra stílbragða
(. . .)“ (LL bls. 170). Það er undarlegt að Astráður skuli vitna til þessara
orða minna og samt halda því fram að ég hafi gleypt lýsingu Halldórs á
Reykjavíkurlífinu nokkurn veginn hráa (ÁE bls. 313). Menningarbyltingin
hafði hins vegar gert það að verkum að hægt var að flytja „nútímamann-
inn“ hingað; þéttbýli var orðið til, það var þó kominn einhver grundvöllur
fyrir að boða hér menningu og anda stórborgar. Með þessu er Reykjavík
þriðja áratugarins ekki gerð að erlendri stórborg (nema í vasabroti, einsog
segir í LL). Félagslegt samhengi bókmenntanna er aldrei einfalt og beint, en
það er til, og það er skárra en ekkert samhengi.
Að lokum skal játað að á mig sækja stöðugt fleiri efasemdir um orða-
forða einsog þann sem sjá má víða í grein Ástráðs. A einum stað er hann
t.d. að ræða þrjá meginþætti sem breytt heimssýn hlýtur að taka til, þ.e.
hugmyndaheim, stofnanir og einstök verk. En er nauðsynlegt að orða
svona þá augljósu staðreynd að þegar módernisminn hefur kvatt sér hljóðs
í bókmenntasögunni breytast forsendur bókmenntaumræðunnar:
Sé módernismi virkt afl í bókmenntasögunni tel ég að hans megi sjá stað í
öllum þremur þáttum: þ.e.a.s. ekki aðeins í einstökum formbyltingarverk-
um, heldur einnig í nýjum umræðuforsendum innan bókmenntastofnunar-
innar og í ummerkjum um nýja hugmyndaheima. (AE bls. 275)
Stundum getur þetta uppskrúfaða orðalag að vísu lumað á óvæntum húm-
or, einsog þegar Astráður er að ræða þáttinn um óléttu Þórbergs í Bréfi til
Láru og spyr: „Má vera að reynsla hans sé í einhverjum skilningi kvenleg?"
(bls. 310). En er fróðlegt fyrir lesandann að vita þetta um sama verk:
202