Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 76
Tímarit Máls og menningar innar eftir Horkheimer og Adorno, og lesandinn á óneitanlega erfitt með að átta sig á erindi þeirrar endursagnar í umræðuna, ekki síst þar sem höf- undur lætur sjálfur ekki uppi afstöðu sína til hennar.11 Ollu alvarlegra finnst mér þó þegar Astráður rangfærir orð mín um stór- borgarvitundina sem birtist í Vefaranum mikla: „Það er athyglisvert að Halldór Guðmundsson leggur svo mikla áherslu á að finna módernisman- um félagslegt samhengi að hann allt að því flytur evrópska stórborg uppá Island þriðja áratugarins (. . .)“ (ÁE bls. 288). Rökin fyrir þessu sýnast þau helst að ég segi Halldór Laxness boða stórborgarlíf og kalla Stein Elliða „barn stórborgarinnar“ (ÁE bls. 313). Nú hélt ég að það væri ekki hægt að lesa bók mína án þess að átta sig á því að ég lít á Stein sem barn erlendrar stórborgar, barn þess módernisma sem fæddist í miðevrópskum stórborg- um um aldamótin - og Strindbergs. Og Steinn var líka að miklu leyti bók- menntaminni líkt og forveri hans og nafni í Heiman eg fór: „Persóna sem varð til í huglægri sjálfhverfu evrópskra aldamótabókmennta. Og til að setja slíka skepnu niður á Islandi þarf Halldór að grípa til sterkra stílbragða (. . .)“ (LL bls. 170). Það er undarlegt að Astráður skuli vitna til þessara orða minna og samt halda því fram að ég hafi gleypt lýsingu Halldórs á Reykjavíkurlífinu nokkurn veginn hráa (ÁE bls. 313). Menningarbyltingin hafði hins vegar gert það að verkum að hægt var að flytja „nútímamann- inn“ hingað; þéttbýli var orðið til, það var þó kominn einhver grundvöllur fyrir að boða hér menningu og anda stórborgar. Með þessu er Reykjavík þriðja áratugarins ekki gerð að erlendri stórborg (nema í vasabroti, einsog segir í LL). Félagslegt samhengi bókmenntanna er aldrei einfalt og beint, en það er til, og það er skárra en ekkert samhengi. Að lokum skal játað að á mig sækja stöðugt fleiri efasemdir um orða- forða einsog þann sem sjá má víða í grein Ástráðs. A einum stað er hann t.d. að ræða þrjá meginþætti sem breytt heimssýn hlýtur að taka til, þ.e. hugmyndaheim, stofnanir og einstök verk. En er nauðsynlegt að orða svona þá augljósu staðreynd að þegar módernisminn hefur kvatt sér hljóðs í bókmenntasögunni breytast forsendur bókmenntaumræðunnar: Sé módernismi virkt afl í bókmenntasögunni tel ég að hans megi sjá stað í öllum þremur þáttum: þ.e.a.s. ekki aðeins í einstökum formbyltingarverk- um, heldur einnig í nýjum umræðuforsendum innan bókmenntastofnunar- innar og í ummerkjum um nýja hugmyndaheima. (AE bls. 275) Stundum getur þetta uppskrúfaða orðalag að vísu lumað á óvæntum húm- or, einsog þegar Astráður er að ræða þáttinn um óléttu Þórbergs í Bréfi til Láru og spyr: „Má vera að reynsla hans sé í einhverjum skilningi kvenleg?" (bls. 310). En er fróðlegt fyrir lesandann að vita þetta um sama verk: 202
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.