Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 82
Arnór Gísli Ólafsson
Saga sem gerist að morgni
Ég vakna og finn að það er mjög kalt í herberginu og ég ligg kyrr
undir hvítri sænginni og hugsa um drauminn sem mig hafði dreymt
áður en ég vaknaði og lauk upp augunum.
Ég gríp með hægri hendi um sængina og finn að hönd mín er
máttfarin og ég þarf að einbeita mér þegar ég lyfti sænginni ofan af
mér.
Ég rís á fætur og fætur mínir snerta gólfið og ég finn greinilega
fyrir köldu loftinu sem streymir inn um opinn gluggann og þegar ég
tek um krækjuna finn ég að hún er köld.
Ég beygi mig niður, heyri hvernig brakar í hnjánum, sný hitastill-
inum á ofninum til vinstri, af tveimur á fjóra, horfi á hönd mína og
sé hvernig bláar æðarnar kvíslast um handarbakið.
Ég dreg gluggatjöldin frá og sé að það er bjart og fallegt haustveð-
ur. Himinninn er blár og tær og það er kominn hvítur snjór í fjöllin.
Þegar ég lít niður á planið sé ég að það er héla á framrúðunni á bíln-
um mínum.
Ég stend dálitla stund við gluggann, með hendurnar á heitum ofn-
inum og horfi í bláan himininn og á hvítan snjóinn efst í hlíðum
fjallanna.
Ég leggst aftur í rúmið og hnipra mig saman undir sænginni og
verð feginn að finna að hún er ennþá heit.
Ég tek um hönd konu minnar og ég finn að hönd hennar er ísköld
og ég horfi upp í furuklætt loftið, læt augun reika frá einum kvisti til
annars, horfi á brúnan ofninn og út um gluggann á bláan himininn
og ég finn hvernig fingur mínir sökkva í handlegg konu minnar.
Ég lít á klukkuna á náttborðinu, heyri í henni tifið og horfi á
svartan sekúnduvísinn hreyfast.
Ég fer fram úr, klæði mig í hvítu skyrtuna sem liggur nýstraujuð á
stólbakinu, hneppi hverri tölu hægt og rólega, fer í brúnu buxurnar
208