Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 88
Tímarit Máls og menningar göngumaður, að því að elskendurnir fái að njótast. Slíkt hlutverk er ekki með öllu óþekkt í fabliaux. I þessum frásögnum örlar hvergi á berorðum lýsingum um nákvæm kynni elskenda — þeir fá að njótast, en af samleik þeirra hendum við engin tíðindi, eins og almennast er í hinum frönsku gamansögum. Hið sama gild- ir um dæmisögurnar úr Disciplina clericalis. Það er að vísu ekki vitað hve- nær sögusafn Petrusar var þýtt; sennilegt er að það hafi verið til í fleiri en einni þýðingu og Jón biskup Halldórsson eða aðrir predikarabræður stuðl- að að útbreiðslu þess á fyrri hluta 14. aldar.19 Þar sem minnst er á sambúð karls og konu í því og svipuðum dæmisögum er lítið um smásmugulegar lýsingar á samlífi, en frásögnin oft fjandsamleg konum og nær undan- tekningarlaust hefnist eljurum fyrir iðju sína. Alíslenskar frásögur sem fjalla um samskipti kynjanna eru ekki margorð- ar um ástina. Fólkið hittist — þeim varð margt hjalað og eftir það gerist fátt þeirra í milli sem haft er á orði; lesandinn verður sjálfur að skilja og skapa framhaldið. Sárasjaldan er vísað beint til leikvangs. Fræg eru t. d. þessi orðaskipti í Njáls sögu um skilnað Hrúts og Gunnhildar: 20 Hún tók höndum um háls honum og kyssti hann og mælti: „Ef eg á svo mikið vald á þér sem eg ætla, þá legg eg það á við þig að þú megir engri mun- úð fram koma við þá konu er þú ætlar þér á Islandi að eiga, en fremja skalt þú mega við aðrar konur vilja þinn“ (Brennu-Njáls saga, Islendinga sögur I, 131). Síðar í sögunni þegar Unnur segir föður sínum frá samskiptum sínum og Hrúts, yrkir hún fyrst vísu, en segir svo: „Þegar hann kemur við mig þá er hörund hans svo mikið að hann má ekki eftirlæti hafa við mig“ (tilv. rit, 133). Sveinar þeir sem skopast að Hrúti nota sögnina serða: „Eg skal þér Mörður vera og stefna þér af konunni og finna það til foráttu að þú hafir eigi sorðið hana“ (tilv. rit, 135), en í tveimur handritum sögunnar, Skafin- skinnu (GKS 2868 4to) og Gráskinnu (GKS 2870 4to), stendur eigi knafað hana. Fyrra sagnorðið virðist vera hlutlaust en algengasta orðasambandið um sambúð karls og konu: voru þeirra samfarar góðar er tvírætt, táknar bæði andlegar og líkamlegar samvistir. Orðið hörund má telja til skraut- hvarfa, en það er líklegast þýðingarlán úr lat. caro (hold, kjöt), og þekkist nær eingöngu í klerkaritum. Ég notaði t. d. hér í upphafi mjög klerklegt orð, hörundarhungur. Berorðar lýsingar á sambandi kynjanna eru ekki til í Islendinga sögum. Astin berst með sól og sunnanvindi á Norðurlandi en syðra talast karl og kona við á lækjarbakka í skjóli við hamravegg. Og sé litið á þorrann af forníslenskum lausamálsbókmenntum þá er svo að sjá að þessi efni hafi 214
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.