Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 89
Hugleiðingar um horfna bókmenntagrein
ekki verið höfð í hámæli; þau birtast fremur sem lágvært hjal undir hól eða
er lýst sem kvennatali. Astartjáning kemur að vísu fyrir í kveðskap. Hún er
þá mun jarðbundnari en sú sem þekkist í frönskum gamansögum. Til gam-
ans skal ég taka hér þessa vísu Bjarnar Hítadælakappa: 21
Hristi handar fasta
hefr drengr gamans fengið;
hrynja hart á dýnu
hlöð Eykyndils vöðva,
meðan vel stinna vinnum,
veldr nökkvað því, klökkva,
skíð verð eg skriðar beiða
skorðu, ár á borði
(Bjarnar saga Hítdælakappa, Islendinga sögur I, 81).
Vísan er ort þegar Björn er erlendis og er samanburður á kjörum þeirra
Þórðar Kolbeinssonar. I fyrra hluta lýsir Björn samförum, og mun vera átt
við Þórð,22 en síðari hlutinn er um Björn sjálfan við róður. Það er þó
naumast árin stinn á borðstokknum sem við er átt heldur fremur það sem á
máli lækna nefnist erectio, ris. Richard Perkins hefur talið þessa vísu til
vinnusöngva og má það rétt vera.23
Bjarni Einarsson hefur talið að skyldleiki væri með kveðskap íslensku
skáldanna Kormáks, Hallfreðar, Bjarnar Hítdælakappa og Gunnlaugs
ormstungu og kvæðum franskra trúbadúra.24 Ljóst er að yrkisefnin eru
söm en hvorki í myndmáli franskra trúbadúra né íslenskra skálda er að
finna líkt orðfæri og í frönsku kímnisögunum. Mér verður þó hugsað til
hinnar kunnu vísu Hallfreðar vandræðaskálds: 25
Eitt er sverð það er sverða
sverðauðgan mig gerði;
fyrir svip-Njörðum sverða
sverðótt mun nú verða.
Munat vansverðað verða,
verðr em eg þriggja sverða,
jarðarmens ef yrði
umgerð að því sverði
(Hallfreðar saga, íslendinga sögur II, 1236).
Það mætti geta sér til að sverð sverða væri sá karl karla sem vistast oftast
nær á einum bæ, en sennilegra er að Hallfreður eigi við tunguna, um hvass-
leika orðsins; það bíti sem sverð, enda leyfir Snorri að svo megi tungu
kenna.26
215