Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 104
Einar Heimisson Hlátur djöfulsins Hann var kominn aftur. Fólkið streymdi á vettvang, velklætt fólk og velmúrað, því mið- arnir voru dýrir. Engir stúdentamiðar í boði í kvöld. Rauða ljósið logaði yfir innganginum. Já, þessir dýru miðar höfðu selst svo hratt, að aðeins fáum dögum eftir að auglýsingaspjöldin höfðu verið hengd upp voru þeir allir horfnir. Og fólkið streymdi inn í salinn; ég er annars löngu hættur að hugsa um það hvernig fólk það er, sem kemur á tónleika: er það fólk, sem hefur gaman af tónlist, eða er það fólk, sem hefur ekki gaman af tónlist og kemur einungis til að sýna sig og sjá aðra? Eða er það kannski hvorttveggja hjá flestum og hvorugt hjá einhverjum? Það kemur mér ekki við. Og þó, kannski kemur það mér við: ég finn það stundum á stemmningunni í salnum, hvernig fólk er þar; hvort þar er fólk, sem hefur gaman að tónlist; eða fólk, sem hefur ekki gaman að tónlist. Komin var biðröð við fatahengið og borðið þar sem efnisskrárnar voru seldar og einu sinni hafði verið hringt. Meðal fólksins var klið- ur. Var það eftirvæntingarkliður, samræður um tónleikana, nýjustu afrek einleikarans í tónhöllum heimsins; eða aðeins venjulegar sam- ræður um hvunndagslega hluti? Líklega var það einhverskonar blendingskliður, blendingskliður einsog venjulega. Hann kom seint einsog hann hafði alltaf gert. Aðeins stundar- fjórðungi fyrir tónleikana. Hann hélt á fiðlutöskunni í annarri hendi, lítilli skjóðu með kjólfötum í hinni. Hann hafði elst dálítið, gránað í vöngum og sett upp dökkleit gleraugu. Hann brosti lítillega og bauð gott kvöld áður en hann gekk inn í búningsherbergið til að hafa fataskipti. Fólkið var að tínast til sæta sinna í salnum; þetta er gamall salur, ferkantaður, sætin með rauðu plussi og liggja frekar þétt saman. Hann gekk út úr búningsherberginu og fór að stilla fiðluna lágt; mér 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.