Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 114
Tímarit Máls og menningar
milljarðar (1-2000000000) verða sennilega að falla áður en jafnvægi kemst á,
og líða þó varla frá því 100 ár þangað til ný rottuherferð náttúrunnar gegn
þessari tegund verður að hefjast. Ég fyrir mitt leyti mundi vilja ganga í lið
með náttúrunni og hjálpa henni að vinsa úr það sem verst er, og hefur mér
dottið í hug að öllum kerlingum skuli sálga og körlum, öllum sem leiðist að
lifa, öllum sem eru leiðinlegir o.fl.o.fl. en það er engin hætta á að svona fari,
heldur einhvernveginn öðruvísi. Og hver mundi vilja sálga foreldrum sínum,
enda er gamalt fólk oft betra og merkilegra en ungt, og skemmtilegra. Ég veit
ekki hvernig á að fara að þessu. Dettur þér nokkuð í hug? Hvernig væri að
banna allar kossakvikmyndir, dans, leikrit um samdrátt, allan þennan þrot-
lausa áróður fyrir samdrætti og mun þá samdrátturinn stöðvast, því hann er
að mestu leyti háður ímyndunum og öllum góðum unglingum illa við hann,
þangað til þeir fara að spillast af áróðrinum. Og ef það tekst, að venja fólk af
samdrætti og kenna því í staðinn að lesa, er engin hætta á að það verði of
margt. Miklu heldur hætta á að því fækki þá.
Og í öðru bréfi frá Kaupmannahöfn, skrifuðu á annan í hvítasunnu 1951
til sömu, er Málfríður að fjalla um málin heima á Islandi:
. . . Við töluðum um það í gær að flýja þessa atómstöð, Island, en hvert? Jón
Helgason stakk upp á Novaja Selmja (ef ég stafa það rétt) en ég gizkaði á að
Suðurheimskautslandið væri betra, og skyldum við hengja atómsál yfir þess-
ari álfu og stofna þar ríki. Tvo menn af þeim fáu Islendingum, sem ég hef
hitt, hef ég heyrt tala um að hafna sínum íslenzka ríkisborgararétti og taka
upp danskan.
Hvað veldur því að Islendingar eru slíkir kauðar og amlóðar heima hjá sér,
en hér hitti ég merkisfólk íslenzkt hvar sem ég kem, höfðingja í sjón og
raun? Það er þess vegna sem ég vil hafa þig hingað, að Island er orðið verst af
löndum og Morgunblaðið og slíkir ráða fyrir því.
- og bréfið sem hefur frá mörgu fleiru að segja, endar á þessa leið: „Það er
til setning svo hljóðandi: Mannkynið óskar sér ekki farsældar. Kallaðu mig
ekki Eiríksson. Vertu sæl Málfríður Einarsdóttir."
Málfríður dvaldi oft í Kaupmannahöfn vegna heilsuleysis síns, og það var
einmitt í einni slíkri ferð árið 1956, að ég fór fyrir alvöru að kunna að meta
hana, þá bjuggum við saman um tíma í íbúð í gulum húsaröðum á Austur-
brú, Lœgenes forenede boliger, (sem seinna urðu frægar vegna verðlauna-
sjóðs þeim tengdum). Um þennan tíma skrifar hún í Sálarkirnunni:
Svo komu þær mæðgurnar mínar norðan úr heimi eins og til stóð, og hlaut
ég að ganga allan Esplanaðinn móts við þær, og af hafi komu þær og stigu á
land í skærum feginleik, nokkuð hraustar, einkum sú yngri. Og ókum við
240