Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 117
Bréfin hennar Fríðu Reykjavík 5. jan. 1980 Inga Þóra mín. Þakka þér fyrir línurnar sem þú skrifaðir mér. Fyrst skal ég segja þér hvernig ég er orðin. Auk þess sem bandið á ritvélinni er orðið svo dauft að varla verður lesið það sem það skrifar á pappírinn, er ég nú að verða vita heyrnarlaus, sjónlaus líka, minnislaus líka, farlama að heita má, ergileg, kvíðafull, tortryggin, og mest af öllu leiðist mér að vera búin að missa hárið svo af því er nú ekkert eftir. Herra G.B. (sem burt er farinn) er hinsvegar spældastur að því sem hann kallar vitleysuna og ruglið í fólkinu, kemur inn yfirkominn af þessari hremmingu, sem sverfur hann dýpst inn í sálarkviku, og enginn huggar hann. Ekki veit ég samt nema svartur grunnur fari vel í meistaraverkinu okkar, sem á að halda uppi nafni okkar um ókomnar aldir. Hertogafrúin, móðir þín, er búin að setja upp hjá sér krosssaumaðan stól fylltan upp með svörtu. Það fer ekki illa. Annars er eftir að sauma sitt af hverju innan rammans, fleiri ljótar sjó- skepnur vildu fá að komast að, en þá var mér farið að förla og ég nennti ekki að sinna þeim. Ég held hálfpartinn að brúni liturinn í rammanum sé svo dökkur að varla beri lit af lit (honum og svörtu). Líklega væri ráð að spyrja herra G.B. ef hann kemur lifandi heim einhvern tíma, því hann hefur afskap- lega gott vit á litum. Gætuð þið Sölvi ekki komið í heimsókn með teppið, eða látið pabba Sölva passa hann á meðan ef hann kann það. Með innilegri ósk um gott og viðburðaríkt ár. A árinu sem var að líða var tólf harðstjórum sagt að fara til fjandans og það gerðu þeir og koma aldrei aftur og nú óska ég þess að tólf sinnum tólf verði reknir á þessu ári og helst hengdir. Og segðu svo að ég hafi ljótan hugsunarhátt. Þín einlæg Málfríður Einarsdóttir Mörg bréf og skemmtileg hef ég fengið frá Málfríði, sum hafa birst í Rásir dægranna og verður því ekki vikið að þeim hér. 1975 sendir hún stutt bréf: R. kl. 0,12, 11. des. 1975 Kæra Inga Þóra. Bréf þetta (sem aldrei skyldi skrifað hafa verið) er orðið svo langt að lífeyrir minn (ellilífeyrir og eftirlaun) mundi ekki nægja fyrir frímerkjum ef ég sendi það allt í einu, enda mundirðu þá bæði draga ýsur og fara á fjöll. Já, þó að allar tekjur mínar og eigur að auki (milljónir) væru lagðar fram, mundi ég komast í frímerkjaskuldir. Þessvegna sendi ég aðeins það sem nægja mun fyrir einföldu bréfi (þ.e. bréfi með einfeldningslegu tali), því það mundi miklu léttara í vigt en bréf með spaklegu tali í miklum málsviðjum, myrkri málsemd. Svo bið ég þig að brenna þessu ekki alveg strax, nema þér þyki að 243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.