Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 120
Tímarit Máls og menningar
himinljós tindraði efra.
Nú birtist hún aftur, hin bjarta dís,
- að baki rökkvaðir lundar.
Halló! Nú er böl, nú er bani vís,
mig bíta dísanna hundar.
Málfríður átti það til að hripa niður vísur, eftir hina og þessa, svo og
þýðingar eftir sjálfa sig, á lausa blaðsnepla, og rétta svo þeim viðstöddum,
sem þetta var ætlað. Umræður og athugasemdir hafa fylgt, en sneplarnir
eru ódagsettir og höfunda yfirleitt ekki getið, og tilefnið týnt.
Nú mega lesendur spreyta sig, kannski þekkir einhver þennan kveðskap?
Eftirfarandi vísur eru skrifaðar aftan á blá og græn auglýsingablöð frá
gróðrarstöðinni Eden.
A því bláa stendur:
Yndi finnst mér alstaðar
sem ekki er bíll né drykkjubar
ekkert sjónvarp, ekkert far,
og engin flugvél tilsýndar.
Fjöllin ganga fram í sjó
fjöll mig langar skoða nóg.
En meira er gaman í grænum skóg
að gleðja sig við píur þó.
Og á græna miðanum, en þar eru undirskriftir, og er víst ekki erfitt að
geta sér til um aðra þeirra:
Á Húsavík liggur hundur grafinn
Hó, hó, hó!
Sál hans er upp til himins hafin
ó! ó! ó!
Svík þú, svík þú aldrei hund í tryggðum,
gelt þig, gelt þig, gelt þig heldur í hel.
Þ.Þ.
Ég leit hans vallgróna leiði
- líklega í draumi það var -
og hnugginn harma ég örlög
hundsins sem svikinn var.
Maðurinn í sparifötunum
Hér hafa e.t.v. átt sér stað umræður um hunda, yfir kaffibollanum í Eden,
246