Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 122
Tímarit Máls og menningar
þeir sem fá skófnapott hjá fátækri ömmu. Hvað veldur slíku matleysi? Fyrir
skömmu voru allar matarkistur um landið þvert og endilangt fleytifullar af
fiskmeti, mjög bragðgóðu, og hver át þetta, ekki þó selurinn. Honum er nú
kennt um allt sem miður fer.
Blessuð og sæl.
Svo sem sjá má á þessum samtíningi úr bréfum og plöggum Málfríðar, flýg-
ur hugurinn víða.
Það er töluverður sannleikur fólginn í því sem ég heyrði einhvers staðar
sagt, en það var eitthvað á þessa leið: „Þegar gamall þulur deyr, er eins og
heilt bókasafn brenni til grunna.“ Og alltaf er hægt að vera vitur eftir á, en
oft hvarflar hugurinn að því hvers vegna maður hafði ekki vit á því að
skrifa hjá sér ýmis gullkorn sem hún Málfríður sagði, en það er huggun
harmi gegn að við höfum bækurnar, já og bréfin hennar.
1. Málfríður Einarsdóttir: Úr sálarkirnunni, (Rvk. 1978), 188-189.
2. sama rit, 65-66.
3. sama rit, 260-261.
Heimildir:
Sendibréf frá Málfríði Einarsdóttur:
Til Önnu Guðmundsdóttur árin 1949 og 1951
Til Ingunnar Þóru Magnúsdóttur árin 1975, 1980 og 1983.
Til Berglindar Önnur Sigurðardóttur árið 1983.
248