Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 136

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 136
Tímarit Máls og menningar lega. Hann leitar lengra aftur og kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið af neinni köllun að hann hóf nám í guðfræði, heldur til „að krækja í sæmi- legar einkunnir, án óbærilegrar fyrir- hafnar“ (49). Hann rekur mistök sín til reynsluleysis, hann hafi verið fullur af óöryggi í kynferðismálum sem hafi valdið því að hann gekk með alls kyns óra um að kona sín elskaði sig ekki. Þetta óöryggi hafi tengdafaðir hans not- fært sér. Eftir þetta minnka tengsl hans við dóttur sína, hún glutrar niður ís- lenskunni og samband hans við fóstur- jörðina rofnar: „Mér fannst sem ég stæði einsamall í ókunnugri veröld: engar vörður til að vísa mér leiðina, engin teikn á himni.“ (51). Fyrsta þætti bókarinnar lýkur með því að hann hefur lokið doktorsprófi í heimspeki og tilkynnir konu sinni að hann ætli að taka tilboði föður hennar um starf hjá „Fyrirtækinu". Eiginkonan bregst illa við því en hann situr við sinn keip. Þau festast „í þægindum og mjúk- lífi“ (52). En eftir á reynir hann þó að sannfæra sig um að varnaðarorð hennar hafi ekki verið mælt af heilindum: „. . . hún hafði ávallt viljað vefja mig inn í þetta fánýta og hlaupkennda bílífi, sem hún var alin upp við og mun aldrei geta kastað frá sér.“ (52). Það er eftirtektarvert að Kóbajashi, hátt settur maður í Fyrirtækinu, grípur líka til bókmennta og lista þegar hann útskýrir eðli nýja starfsins fyrir Friðrik og Valdimar samstarfsmanni hans. Hann líkir iðnaðarnjósnum Fyrirtækis- ins við það þegar listmálarar læra af kollegum sínum. Og Gandí, Indverjinn sem verður þeim félögum innan handar við njósnirnar, er fyrrverandi doktor í bókmenntum. Blekkingar bókmennt- anna verða skóli í vélabrögðum verald- arinnar. I þriðja þætti bókarinnar hefur eymd Friðriks enn aukist. Hann virðist hafa brennt allar brýr að baki sér. Hann hef- ur viðbjóð á konu sinni og fjölskyldu hennar, starfi sínu og Fyrirtækinu. Það verður úr að hann telur Valdimar vin sinn á að koma með sér til Islands í nokkra daga. Kaflinn um það er þeir fara til veiða í Þingvallavatni er einn sá áhrifamesti í bókinni. Uti á Þingvalla- vatni nær tómleikakennd Friðriks há- marki: „Eg fann þyngsli á herðum mér, þyngsli tómleikans. Hann seig á herðar mér og þrýsti mér niður, þögnin fyllti eyrun og skuggarnir settust í kringum mig. Sólin var langt í burtu, langt fyrir ofan mig, og ég var depill í litlum hólma í bláu vatni með þyngsli heimsins á herðunum, tómleika heimsins. Ég varð að komast burt.“ (150). I þessum kafla verður Friðrik fyrst brjóstumkennanlegur. Hér nær örvænt- ing hans hámarki. Hann gerir sér ljóst að hann er „útlendingur, ókunnugur maður, gestur. Alls staðar.“ (152). Þriðja þætti lýkur er hann grætur sáran á leiði foreldra sinna í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Þegar Krists var freistað í annað sinn tók djöfullinn hann með sér í borgina helgu og setti hann upp á burst must- erisins og sagði til hans: „Ef þú ert Guðs sonur, fleyg þér hér ofan því að skrifað er að hann mun bjóða sínum englum um þig, að á höndum bæri þeir þig svo að þú steyttir eigi fót þinn við steini.“ (Matt. 4, 5-6). Með því að hefja störf hjá Fyrirtækinu fellur Friðrik fyrir þessari freistingu. I starfi sínu er hann í sífelldum flugferðum, hann flýgur 262
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.