Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 137
196,000 kílómetra á þrettán mánuðum, steitir vart fót sinn við steini. Þetta er táknrænt fyrir firringu hans frá ættjörð- inni, sínum eigin rótum, sem birtist svo átakanlega þegar hann þyrlar upp mold- inni á leiði foreldra sinna. Þessu tengist svo almennt firring hans frá náttúrunni, sköpunarverkinu í heild. I fjórða þætti birtist þriðji freistarinn í líki hins ófrýnilega Gandí sem telur hann á að leka upplýsingum til sam- keppnisaðila Fyrirtækisins. En Fyrir- tækið kemst fljótlega á snoðir um lek- ann og böndin berast að Valdimar, sam- starfsmanni og vini Friðriks sem að lokum er rekinn. Það er táknrænt fyrir firringu Friðriks að ilmur af vori minnir hann nú á hve gamall hann er orðinn. Þegar vorar í náttúrunni er haust hjá honum. Hann finnur fyrir tómleika og óhug í sveitinni, en lyktin af stórborg- inni er góð vegna þess að hún minnir hann ekki á neitt sem hann saknar (200). I fimmta og síðasta þætti sögunnar hefur Gandí náð slíkum heljartökum á Friðrik að hann á ekki nema um tvennt að velja: að halda áfram að leka í hann upplýsingum eða hætta því og láta hann ljóstra öllu upp við fjölskyldu hans og Fyrirtækið. Þegar Friðrik fer að hitta Gandí á heilsuklúbbnum Sálinni er eins og hann sé að stíga niður til heljar: „Húsakynni Sálarinnar voru illa lýst, og veggirnir fölgrænir. I anddyrinu var klórlykt frá sundlauginni, en þegar kom inn í klefana þar sem menn afklæddust, blandaðist hún svitalykt og þefi af gufu úr böðum. . . . Gamalmennin sátu eins og krákur á pöllum í gufuböðunum, fæturnir mjóir, kviðurinn hvítur skjöld- ur og kringlóttur, axlirnar signar og húðin í fellingum eins og stofuglugga- Umsagnir um bakur tjöld. Á einum og einum skrokki sá í rifbein. Friðrik flýtti sér framhjá böð- unum og salernunum, þar sem svertingi þvoði gólf og safnaði bréfþurrkum í poka. Honum leið illa á þessum stað. Hann J>óttist finna lykt af deyjandi holdi. I lauginni voru ekki nema fjórar hræður. Þær liðu hægt áfram, hægt og hljóðlaust, eins og svefngenglar í þög- ulli bíómynd. Málningin var tekin að flagna í loftinu og hékk í flygsum fyrir ofan laugina." (245). Indverjinn hefur nú náð undirtökun- um í samskiptum þeirra. Hann getur skipað honum að sitja og standa eins og honum sýnist. Með því að gangast inn á vélabrögð Gandí og svíkja besta vin sinn fyrir peninga hefur Friðrik fallið fyrir þriðju freistingunni og gengið djöflinum á hönd. En í fjórða kapítula Matteusarguðspjalls segir: „Og enn aft- ur flutti djöfullinn hann með sér upp á ofur hátt fjall og sýndi honum öll ríki veraldar og þeirra dýrð og sagði til hans: Allt þetta mun eg gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ (Matt. 4, 8-9). I lok sögunnar á Friðrik að mæta á stefnumót við Gandí en gengur í stað þess inn í kirkju við sömu götu þar sem hann í örvæntingu sinni játar fyrir sjálf- um sér að hann þurfi á náð Drottins að halda. Og honum verður hugsað til orða ritningarinnar: „Og Drottinn tal- aði við yður . . . hljóm orðanna heyrð- uð þér, en mynd sáuð þér enga . . .“ (251). Hér hefur verið vikið nokkuð að hin- um trúarlega þætti sögunnar, enda er hann þýðingarmikill. En Markaðstorg gubanna er öðrum þræði spennusaga. Og sem slík er hún gölluð. Fyrst og fremst er mannlýsingum ábótavant. Að- 263
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.