Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 137
196,000 kílómetra á þrettán mánuðum,
steitir vart fót sinn við steini. Þetta er
táknrænt fyrir firringu hans frá ættjörð-
inni, sínum eigin rótum, sem birtist svo
átakanlega þegar hann þyrlar upp mold-
inni á leiði foreldra sinna. Þessu tengist
svo almennt firring hans frá náttúrunni,
sköpunarverkinu í heild.
I fjórða þætti birtist þriðji freistarinn
í líki hins ófrýnilega Gandí sem telur
hann á að leka upplýsingum til sam-
keppnisaðila Fyrirtækisins. En Fyrir-
tækið kemst fljótlega á snoðir um lek-
ann og böndin berast að Valdimar, sam-
starfsmanni og vini Friðriks sem að
lokum er rekinn. Það er táknrænt fyrir
firringu Friðriks að ilmur af vori minnir
hann nú á hve gamall hann er orðinn.
Þegar vorar í náttúrunni er haust hjá
honum. Hann finnur fyrir tómleika og
óhug í sveitinni, en lyktin af stórborg-
inni er góð vegna þess að hún minnir
hann ekki á neitt sem hann saknar
(200).
I fimmta og síðasta þætti sögunnar
hefur Gandí náð slíkum heljartökum á
Friðrik að hann á ekki nema um tvennt
að velja: að halda áfram að leka í hann
upplýsingum eða hætta því og láta hann
ljóstra öllu upp við fjölskyldu hans og
Fyrirtækið. Þegar Friðrik fer að hitta
Gandí á heilsuklúbbnum Sálinni er eins
og hann sé að stíga niður til heljar:
„Húsakynni Sálarinnar voru illa lýst,
og veggirnir fölgrænir. I anddyrinu var
klórlykt frá sundlauginni, en þegar kom
inn í klefana þar sem menn afklæddust,
blandaðist hún svitalykt og þefi af gufu
úr böðum. . . . Gamalmennin sátu eins
og krákur á pöllum í gufuböðunum,
fæturnir mjóir, kviðurinn hvítur skjöld-
ur og kringlóttur, axlirnar signar og
húðin í fellingum eins og stofuglugga-
Umsagnir um bakur
tjöld. Á einum og einum skrokki sá í
rifbein. Friðrik flýtti sér framhjá böð-
unum og salernunum, þar sem svertingi
þvoði gólf og safnaði bréfþurrkum í
poka. Honum leið illa á þessum stað.
Hann J>óttist finna lykt af deyjandi
holdi. I lauginni voru ekki nema fjórar
hræður. Þær liðu hægt áfram, hægt og
hljóðlaust, eins og svefngenglar í þög-
ulli bíómynd. Málningin var tekin að
flagna í loftinu og hékk í flygsum fyrir
ofan laugina." (245).
Indverjinn hefur nú náð undirtökun-
um í samskiptum þeirra. Hann getur
skipað honum að sitja og standa eins og
honum sýnist. Með því að gangast inn á
vélabrögð Gandí og svíkja besta vin
sinn fyrir peninga hefur Friðrik fallið
fyrir þriðju freistingunni og gengið
djöflinum á hönd. En í fjórða kapítula
Matteusarguðspjalls segir: „Og enn aft-
ur flutti djöfullinn hann með sér upp á
ofur hátt fjall og sýndi honum öll ríki
veraldar og þeirra dýrð og sagði til
hans: Allt þetta mun eg gefa þér ef þú
fellur fram og tilbiður mig.“ (Matt. 4,
8-9).
I lok sögunnar á Friðrik að mæta á
stefnumót við Gandí en gengur í stað
þess inn í kirkju við sömu götu þar sem
hann í örvæntingu sinni játar fyrir sjálf-
um sér að hann þurfi á náð Drottins að
halda. Og honum verður hugsað til
orða ritningarinnar: „Og Drottinn tal-
aði við yður . . . hljóm orðanna heyrð-
uð þér, en mynd sáuð þér enga . . .“
(251).
Hér hefur verið vikið nokkuð að hin-
um trúarlega þætti sögunnar, enda er
hann þýðingarmikill. En Markaðstorg
gubanna er öðrum þræði spennusaga.
Og sem slík er hún gölluð. Fyrst og
fremst er mannlýsingum ábótavant. Að-
263