Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 12
Þrátt fyrir þessa úrkynjun gróteskunnar í aldanna rás, lifir þó minningin um hina máttugu heild, segir Bakhtín, og í bestu verkum rómantíkurinnar er þessi minning endurvakin. Goethe mun hafa sýnt táknmáli karnivalsins mikinn áhuga og tókst að flétta þá heimspekilegu sögusýn sem að baki því býr saman við sögulega framþróun í verkumsínum.(R/i03) f ritgerð Ingvars Stefánssonar, „Gröndal og Gandreiðin“, sem fylgir þeirri útgáfu leikritsins sem hér er stuðst við, kemur það fram að Benedikt hafi verið hvað hrifnastur af Goethe allra skálda og þótt þeir séu ólíkir um margt, sé einhver skyldleiki með skopi þeirra þegar til ádeiluháðsins kemur.4 Tildrög Gandreiðarinnar Gandreiðin sem í anda karnivalískrar tvöfeldni ber undirtitilinn „sorgarleikr í mörgum þáttum“ var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1866. Leikritið er 40 blaðsíður að lengd í átta blaða broti og skiptist niður í átta þætti. Höfund- arnafns er hvergi getið í verkinu en að sögn Ingvars Stefánssonar mun það hafa orðið opinbert ári síðar „að Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson væri höfundurinn“.(IS/44) Samkvæmt ritgerð Ingvars voru tildrög verksins í stuttu máli þessi: Þann 23. júlí 1865 birtist nafnlaus grein í Folkets Avis og 12. október sama ár „Reykjavíkurbréf1 í Fædrelandet, þar sem í báðum tilvikum var veist að Jóni Sigurðssyni fyrir framgöngu hans í svonefndu fjárhagsmáli. Hafði Jón barist gegn því á alþingi sumarið 1865 að frumvarp til laga um nýtt fyrirkomulag á fjárhagssambandi fslands og konungsríkisins yrði að lögum. Með þessu nýja fyrirkomulagi skyldi lokið afskiptum ríkis- þingsins af fjárlögum íslands og alþingi fengin í hendur meðferð þessara mála. Skyldi ísland fá ákveðna upphæð til ráðstöfunar úr ríkissjóði á ári hverju. Jón taldi að vísu fjárhagsaðskilnað íslendingum mikilsverðan, en hann vildi „reikningsuppgjör milli landanna á sögulegum grundvelli, þannig að Danir stæðu íslendingum sldl á andvirði seldra konungs- og stólsjarða ásamt bótum fyrir tjón af völdum einokunarverslunarinnar með háu árlegu gjaldi þeim til handa“ (IS/55). Urðu endalok þau að frumvarpið var fellt með naumum meirihluta. Kröfur Jóns eru taldar hlægilega yfírdrifnar í Reykja- víkurbréfmu og afgreiðsla málsins hörmuð. Böndin bárust að Gísla Brynj- úlfssyni sem bréfritara og kannaðist hann við það opinberlega átta árum síðar. Jóni Sigurðssyni neitaði Fædrelandet hins vegar um rúm til andsvara. Samkvæmt ritgerð Ingvars var einungis vitað um þrjá íslendinga í Höfn sem samsinntu Gísla Brynjúlfssyni, þá Oddgeir Stephensen, Grím Thomsen og Eirík Jónsson. Ádeilu sína samdi Benedikt fyrst og fremst í því skyni að rassskella andstæðinga Jóns Sigurðssonar sem á þessum tíma var náinn vinur hans og 10 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.