Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 23
lega sterkt ‘Svarthol’, og umfram allt að láta hann hafa þar lítið að snæða“
(IS/115-116), en Magnús mun hafa verið rómaður matmaður. Hafi skáldið
hugsað sér að slíkur dvalarstaður yrði verðugt „víti“ fyrir guðsmanninn, hafa
hugmyndir þess um helvíti sannarlega átt lítið skylt við þá mynd sem því er
léð í karnivalískri hugmyndafræði.
I grótesk-karnivalískri hefð hafa undirheimar frá upphafi tengst átveisl-
unni. Þessi dvalarstaður framliðinna var hið dæmigerða karnival þar sem
öllu er umsnúið með tilliti til hins ytra heims. Þeir sem æðstir voru í lifanda
lífi verða lægstir í víti og öfugt. Þessu mynstri er dyggilega fylgt hjá Benedikt.
Víti hans er gáskafullt eins og vera ber, þótt kosturinn sé kannski helst til
hversdagslegur. Hér er eldað við hlóðir og athygli er vakin á skyrsá sem sýnist
óræk vísbending um að ekki séu beinlínis konunglegar krásir á boðstólum.
Þetta mun tengjast þeim ummælum Tschernings sem ýjað er að þegar Djöfsi
setur ofan í við þennan þjón sinn sem á í megnustu erfiðleikum með að gera
herranum til hæfis:
Hvað er þetta Tscherning? allténd ertú svo klaufalegr — ég held ég
megi muna þig þegar þú varst að hnýta í íslendinga í ríkisdegin-
um“, (23)
en þar hafði Tscherning látið sér þessi orð um munn fara: „Vér höfum stælt
íslendinga upp til ofdælsku með öllu eftirlætinu (?!), vér kennum sumum
þeirra hér niðri betra mataræði en saltfísksátið, en þá taka þeir að rembast
og þykjast eiga til fjár að kalla hjá oss“ (IS/116). Er þar átt við kröfu Jóns
Sigurðssonar til handa íslendingum sem styrinn stóð um. Fyrir þessi um-
mæli má hinn háttsetti embættismaður dönsku krúnunnar sæta því að vera
kirfílega aftignaður í helvíti, þar sem hann er gerður að lúðursveini og
fyrirskipað að „slá fretinn, þegar maður drammaðist.“
„Ih Gud bevares, herra Djöfull! Þér hafið jú ævinlega pródúcérað yðr sem
þann sterkasta latínuhest" (21), segir Frater fullur aðdáunar á hinum fjöl-
tyngda Lúcifer. Hrósyrði Fraters er áreiðanlega ekki valið út í bláinn, því að
í næsta kafla sjáum við Lúcifer koma þeysandi á Sprengisand með Ögmund
dytt á bakinu. Við lestur kaflans „Á Sprengisandi" fer varla hjá því að
lesandanum komi í hug samnefnt ljóð Gríms Thomsens. Samkvæmt Andrési
Björnssyni fór Grímur um Sprengisand árið 1862 og orti hann ljóð sitt í
tilefni af þeirri för.9 Sameiginlegt með ljóði Gríms og Sprengisands-kafla
Benedikts er — auk sögusviðsins — gandreiðarþemað og handanheimsöfl-
in. En þar sem Sprengisandsævintýri Benedikts ólgar af fjöri og hástemmdur
söngur drísildjöfla glymur í hrjóstugri auðninni — sem auðsýnilega er ætlað
að undirstrika ófrjóa stefnu skandínavismans — er ljóð Gríms þrungið
óhugnaði og ótta við hin ókennilegu öfl og endurspeglar firrta sál í óvin-
TMM 1994:3
21