Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 37
ar málara af Níelsi og er þar dálítið lesmál um hann. Þar segir meðal annars: „Níels skáldi var vel greindur en mjög einrænn. Hann hafði í ungdæmi sínu lært eitthvað í latínu, enda var hann mjög drjúgur af lærdómi sínum og „lesningu“.“ Ekki er gott að segja hvernig latínulærdómi þessum hefur verið háttað né hve mikill hann var, en Níels þekkti að minnsta kosti Sallustius og virðist hafa lesið Schiagraphia Hálfdanar Hólarektors (141). Einnig slettir hann stundum latneskum hugtökum í kvæðum sínum (Moría, taurus o.fl.). Sagt er að skólasveinar hafi viljað prófa latínulærdóm Níelsar og beðið hann að íslenska texta effir Sesar (sbr. PEÓ, 81). Gerðu þeir honum til stríðni að velja einn strembnasta kaflann sem völ var á, enda stóð hann í karlinum. Ef til vill bendir þetta til að Níels hafi kunnað meira en hrafl úr því sveinar lögðu fyrir hann það erfiðasta sem þeir þekktu. En dönsku hefur Níels áreiðanlega kunnað. Loks má geta þess að Níels skáldi hefur verið nokkuð ofstækisfullur eða að minnsta kosti afdráttarlaus í skoðunum. Þetta kemur t.d. fram í skrifum hans um Sigurð Breiðfjörð, sem hann kallaði „svín“ í einni vísunni. Og í eftirfarandi kviðlingi, sem einnig er beint til Sigurðar, sést berlega hve níðskældinn Níels gat verið: „Þú hefir lengi, fól og flón, / fæst illt sparað vinna, / reynst æ böðull, tálgröf, tjón / tilbiðjenda þinna“ (135). Rit Níelsar Nú væri ekki verið að fjalla hér um Níels skálda ef hann hefði aðeins verið skringimenni — hann er meira. Níels samdi ósköpin öll af kveðskap, og aðeins fátt af því hefur verið prentað. Ósagt skal látið hvort rímur hans hafa farið víða en eitthvað hafa þær þó verið skrifaðar upp. Finnur Sigmundsson lýsir umfangi ljóðmæla hans svo: í handritasafni Landsbókasafnsins er talsvert á annað hundrað binda, sem innihalda fleiri eða færri kvæði eða rímur eftir Níels skálda. Flest eða öll hin meiri kvæði hans eru þar í eiginhandarriti. Ljóðabálkar trúarlegs og heimspekilegs efnis eru mestir að fyrirferð, þá rímurnar, en minnst fer fyrir tækifæriskvæðunum. (...) Mesta safh af kvæðum Níelsar á einum stað er í Lbs. 1490,4to. Sú bók er alls 544 blaðsíður, þéttskrifaðar og tvídálka, og er hún öll með hendi Níelsar, að undan- skildum 10 síðustu blaðsíðunum, skrifuð á efri árum hans. (11) Nú hefur undirritaður ekki nema að sáralitlu leyti kynnt sér þetta gríðarlega lesmál, en þó skal geta um fáein forvitnileg verk Níelsar. Einn kvæðabálkur- inn heitir „Bakkus og Naide“ og er bindindiskvæði. Andúð hafði Níels á misbrúkun áfengis og einkum þó þegar mjöðurinn vildi sullast um of saman TMM 1994:3 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.