Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 45
tré en öngu og vöntun sé á leiðsögn fyrir ung skáldmenni. „Skálda er til en í fárra höndum, Snorra- og Sæmundar-Eddur í nokkuð fleirum og allt þetta gömul verk en ósagt hvörnin þaug mætti hagnýtast fyrir þessa tíma og þeirra smekk“ — og af þeim orðum sést að ætlun Níelsar með verkinu minnir nokkuð á þá ætlun Snorra Sturlusonar með Eddu að kenna mönnum að skilja og meta fornan kveðskap og yrkja jafnframt í sama stíl sjálfir. Og hliðstæðan við Eddu Snorra verður ekki síður ljós þegar hugsað er til hins ítarlega bragfræðiágrips sem á undan fer í handritinu og má kalla hliðstæðu Háttatals hjá Snorra. Hitt er svo annað mál, að Níels hefur hvorki skopskyn Snorra né frásagnargáfu. Meginmáli ritgerðarinnar skiptir Níels í kafla eða paragrafa sem eru fyrir- sagnarlausir en númeraðir. Efnisgrindin er nokkurn veginn á þessa leið eftir köflum: (1) Ljóðstafir í fornnorrænum skáldskap. (2) Samanburður á skáldgáfu og mælskugáfu. (3) Um ill áhrif kirkjunnar á norrænan skáldskap fyrri alda. (4) Um skáld, þar á meðal um vanmetna höfunda íslenska. (5) Um not skáldskapar. (6) Um kristilegt viðhorf til skáldskapar. (7) Heilræði til skálda í kristilegum anda. (8) Hvernig finna má hvort menn hafa skáldgáfu. (9) Um lífshagi skálda og um hjálpargreinar skáldskapar. (10) Um höfuðdeildir skáldskaparmenntarinnar. í inngangsumræðu sinni um uppruna skáldskapar segir Níels að skáldgáfan sé eldri en skáldskaparmenntin og vísar þar í verðlaunabók Jóns Ólafssonar Svefneyings, sem Níels hefur dáð, ekki síður en Eggert bróður hans. Hin merka bók Jóns heitir Om Nordens gamle Digtekonstog er þar meðal annars rakið með skipulegum hætti hvernig mælskubrögð (eins og þau höfðu verið skilgreind af grískum og rómverskum höfundum) birtust í fornnorrænum skáldskap. Níels nefnir að ljóðstafir fornnorræns skáldskapar séu miklu eldri en samstöfurnar eða með öðrum orðum að stuðlar og höfuðstafir séu eldri en föst atkvæðalengd braglínanna, „því það sýnist sem Norðurlandaskáld- skapur hafi alls ekki við neinar fastar samstöfureglur bundinn verið allt fram á Haraldartíð ens hárfagra, þegar öll þaug eldri verk eru hendingamál einbert“ [121 hdr.]. í öðrum kafla ber Níels skáldgáfuna og mælskugáfuna saman og kveður þær skyldar, því báðar „lokka til samsinningar". En skáldlist verkar meir á hjartað en mælska og að sögn hans tengist skáldskapurinn jafnframt sönglist. Mælskulistin höfðar hins vegar öðru fremur til skilningsins og veitir takmark- TMM 1994:3 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.