Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 52
unnið sem slíkur alveg frá upphafi, en reyndar stundað alls konar önnur störf meðfram.“ „Snillingur?“ fnæsti konan fyrirlitlega, og Indriða heyrðist hún segja „veslingur“ — en kannski var það misheyrn. Hitt var alveg óvéfengjanlegt að hún blaðaði í lúinni Starfsheita- og launaflokkaskrá af svo miklu offorsi að loftið í salnum komst á fleygiferð; umslaga- bunki tókst á loft og þyrlaðist út um allt eins og pappírsskraut í glaðlegu bíóbrúðkaupi. „Jæja, ég finn enga snillinga skráða hér,“ tilkynnti konan ískrandi. „I hvaða stéttarfélagi eru þeir, segið þér?“ Og Indriði Haraldsson snillingur hafði ekki lengur krafta til að látast og þykjast, og sagði bara eins og var. „Snillingar þessa heims eru ekki lengur í neinni stétt, frú,“ svaraði hann hátíðlega. „Þeir eru ekki í neinni stétt, heldur neðan allra stétta: Þeir eru í ræsinu. Eins og segir í kínverskri bók, fornri: Mikilmennin eru horfin, en smámennin komin til valda og áhrifa. Á slíkum tímum leynir snillingurinn snilli sinni, forðast vandræði og sneiðir hjá gróða- fyrirtækjum. En nú virðist ekki lengur neina vinnu að fá, eða hvað? — ekki einu sinni ógróðavænlega?“ Fólkið í röðinni að baki Indriða var farið að ókyrrast. Þrekvaxinn iðnaðarmaður tvísteig óþolinmóður og veifaði skráningarkortinu sínu, og þreytuleg, roskin kona með bólgna fætur í snjáðum bomsum andvarpaði sáran með lokuð augu. I rauninni engdist öll röðin saman í kór eins og ormur, kvalinn af þreytu og óþoli, og rauðnaglalakkaða, geðvonskulega konan við gjaldkeraborðið ákvað að nú væri nóg komið af tilgangslausu blaðri: „Ef þér eruð ekki í stétt, heldur í ræsinu, eigið þér ekki að vera hér, heldur að fara til Félagsmálastofnunar. — Næsti, gjörið svo vel.“ Indriði Haraldsson snillingur hrökklaðist frá harðskelltri hurðinni eins og lúbarinn hundur og vissi ekki af sér fyrr en úti í kuldanum og krapinu, tíu mínútum síðar. Fætur hans fluttu hann í norðaustur, meðfram Sæbrautinni sem einhvern tíma hafði heitið Kleppsvegur eða Skúlagata, en götunafnið hafði breyst eins og allt annað á fáeinum mánuðum eða árum, hvernig sem á því stóð. „Hvert eru mínir fætur að fara?“ hugsaði hann, meðan hann öslaði slabbið meðfram gangstéttarlausri hraðbrautinni, og mundi að ein- hvern tíma hafði einhver ljóðabók heitið eitthvað svoleiðis, en það var 50 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.