Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 53
löngu áður, á öðrum tíma, í öðrum heimi þar sem hann hafði verið tiltölulega öruggur og hamingjusamur. „Hvert eru mínir fætur að fara með mig?“ — og hann gekk og gekk eins og klukka eins hratt og hann komst frá Vinnumiðlunarskrifstofunni. Það var annars gott að það var engin gangstétt við þessa Sæbraut eða Kleppsveg eða Skúlagötu. Þess vegna gat Indriði ekki gengið mjög hratt, heldur varð að stikla og sæta færis, stökkva á milli þústa og klakahella, yfír polla og drullusvöð á hálffreðinni jörðinni, og það beindi athygli hans dálítið frá erfiðleikunum sem höfðu dembst yfir hann að undanförnu. Og hávær niður bílanna, sem þutu í báðar áttir við hlið hans, var honum tónlist og hljómaði eins og sálmur í hlust- unum — hans eiginn útfararsálmur... NEI! Hvað var hann eiginlega að hugsa? „í rauninni,“ hugsaði Indriði Haraldsson snillingur, rennblautur í fætur í rifnum skóm og útlagi í ólgandi borgarumferðinni, „í rauninni eru djöflarnir, sem ofsækja mig, svo skipulegir eða reglulegir eða hvað það nú heitir, að í rauninni gæti ég teiknað þá upp í línurit eða súlurit eða svona ... svona gáfulegt krass eins og er í kennslubókum ...“ Um leið rann hann ofan í ískaldan, ökkladjúpan poll, svo að þurru þræðirnir, sem höfðu leynst innst á milli tánna, urðu jafn rennblautir og kaldir og iljarnar og tábroddarnir. Indriði velti því fyrir sér hvort hann ætti brýnt erindi upp úr pollinum, en ákvað svo að standa kyrr og leyfa nístandi kuldanum að vekja sig til skýrari vitundar um erfiðleikana. I fyrsta lagi hafði konan hans skilið við hann, vegna þess að hann var of mikill snillingur. Hann hafði þurft að flytja frá henni og börnunum þremur í kjallarakompu við Hverfisgötuna sem var svo lítil að einmanaleikinn rúmaðist varla hjá honum, hvað þá meir. í öðru lagi fékk hann ekki lengur snillingsstyrk úr Listasjóði ríkisins, vegna þess að hann hafði ekki birt eitt einasta snilldarverk í fimm ár — djöflarnir og draugarnir höfðu truflað hann við listiðjuna — og nú þegar hann leitaði að venjulegri atvinnu, var ekki neitt að hafa: Tíu þúsund manns voru atvinnulaus á landinu, og alls engin eftirspurn eftir snillingum. Og í þriðja lagi fengu snillingar ekki atvinnuleysisbætur, og vegna þessa var Indriði Haraldsson orðinn svo peningalaus að hann hafði ekki einu sinni efni á að láta gera við skóna sína, hvað þá að borga TMM 1994:3 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.