Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 55
Bíllinn hafði stoppað við rautt ljós á götuvita sem stóð við hlið drullupollsins; hann var fullur af ungmennum sem æptu og hlógu og grettu sig niður á Indriða. Engilfríð, ljóshærð, gúmjórtrandi stúlka í aftursætinu tók fyrir fíngert nefið á sér og benti á Indriða með ýktum viðbjóðssvip, en bílstjórinn, horaður snoðkollur með nagla í nefínu, skrúfaði niður hliðarrúðuna og öskraði heiftugur: „Róni, drullastu á hæli! Þú skítur út göturnar mínar!“ Síðan skaut hann út hendinni og fleygði hálfétnu Prinspólói út um gluggann, í höfuð Indriða svo small í, og æpti glaðhlakkalega: „Það verður að fóðra endurnar, krakkar! Munið eftir smáfuglunum!“ „Djöflarnir!“ hugsaði Indriði Haraldsson snillingur ráðþrota og brölti stirðlega á fætur eins og glamrandi vélmenni. „Djöflarnir eru komnir! Þeir hafa líkamnast og henda í mig skít!“ Máttvana af kulda og gremju og örvæntingu þreifaði hann eftir súkkulaðinu í gruggugum pollinum og hóf það á loft til að senda það til baka, æpandi kuldadofnum vörum: „Djöflar! Vesælu djöflarnir ykkar!“ En þá var ljósið orðið grænt og djöflarnir horfnir inn á Kringlumýrarbraut, en skildu eftir reyk og fýlu, drunur og ískrandi hæðnishlátra í kveðjuskyni. Indriði Haraldsson snillingur stóð eftir grátandi í ísköldu heim- skautaregninu og kreppti loppnar hendurnar í vanmætti sínum. Hann tók eftir að ökumenn gáfu honum auga og sumir hægðu ferðina, svo hann drattaðist af stað upp úr pollinum eins og fæturnir báru hann — og nú vissi hann hvert þeir ætluðu með hann: Burt frá köldum, forvitnum augum, burt frá öllu heila klabbinu, burt af leiksviðinu fyrir fullt og allt. Nokkrum ísköldum, rennblautum mínútum síðar var hann slopp- inn til hálfs úr miskunnarlausum mannheimum og haltraði milli pollanna á gamla malarveginum sem lá út á Laugarnesið — burt af leiksviðinu. Hann staulaðist framhjá safni Sigurjóns Ólafssonar, þar sem hann hafði eitt sinn staðið á raunverulegu leiksviði og lesið upp frumsam- inn skáldskap, prúðbúinn snillingur, fyrir fullan sal af listelsku merk- isfólki; ráðherra hafði meira að segja komið til hans eftir lesturinn og þakkað honum innilega fyrir með handabandi, og skrjáfað hafði í silkiklæðum og hringlað í gullfestum á snjóhvítum svanshálsum kvennanna . . . Það var skrítið að dynjandi lófaklappið hljómaði í TMM 1994:3 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.