Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 56
minningunni ósköp áþekkt og niður regnsins sem enn féll í stríðum straumum, jökulkalt og nístandi, og virtist ætla að leysa hann upp í vatn og klaka — drullugan klaka meðal annarra einskisverðra klaka á þessu volaða skeri. Indriði Haraldsson snillingur hálfhrasaði gegnum regntjaldið nið- ur í fjöruna, grár skuggi í gráum frakka, með grátt í hári og grátt í augum ... „Grátt, grátt — gráttu mig ekki,“ rifjaði hann upp úr gráu og gleymdu ljóði sem einhverntíma hafði rekið á fjörur hans utan úr grámanum. Og nú var komið að honum að reka á þessa fjöru, reyndar úr öfugri átt til að byrja með, en síðan myndi hann reka aftur, utan af gráum sjónum ... „Og hver mun gráta snauðan snilling þann?“ hugs- aði hann og fann grámann aukast enn og fylla augun. Hann gekk niður að fjöruborðinu, rann til í blautum sandi, steytti fætur við hálum steinum, en staðnæmdist ekki fyrr en svargráar öldur sleiktu götótta skó hans eins og gælandi tungur risakatta sem hlutu að flatmaga ósýnilegir djúpt úti í dumbungnum, hugsaði Indriði. „Hin skáldlega sýn ætlar að fylgja mér allt til enda,“ bætti hann kaldhæðn- islega við og lagði hlustir við lágværum, reglubundnum andardrætti kattanna. En svo hætti hann að hugsa og hlustaði eingöngu: Það voru engir kettir, það var bara hafið. „Dagar koma...“ hvíslaði aldan hljóðlát og auðmjúk, og næsta alda svaraði af lágværri fullvissu: „Dagar fara ...“ „Dagar koma ...“ „Dagar fara ...“ Og þannig héldu þær áffam að hvísla að honum sinni óaflátanlegu speki sem aðeins öldur hafsins og andardráttur lifandi vera búa yfir. Og Iítill, grár snillingur stóð á ströndinni og hlustaði og heyrði hvísl aldanna renna hægt og hægt saman í djúpa og milda en nötrandi rödd — það var rödd hafsins. Og hafið talaði við Indriða Haraldsson snilling, og sagði: „Hér er ég búið að vera í þúsundmilljón ár — og þú hefur áhyggjur af einum degi!“ En það var ekki nóg með að hafið talaði — það skrifaði greinilega líka, því nú kom Indriði auga á beinhvítt rifrildi úr bók sem velktist hægt og letilega um í flæðarmálinu, innan um krap og þang og alls konar umkomulaust drasl úr mannheimum. „Það er merkilegt svona haf sem kann bæði að tala og skrifa,“ 54 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.