Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 60
Bjarni Bjarnason Hið einstaka Daginn sem hún varð kynþroska leit hún í spegil. Þá sá hún að hún hlaut að vera eitthvað sérstök. Ekki afþví hún var svo falleg, heldur vegna þess að hún hafði enga spegilmynd. °Þetta er einkennilegt, ég hef alltaf séð mig í spegli fram til þessa.° Hún reyndi annan spegil en allt kom fyrir ekki. Hún leit niður á hendur sínar, líkamann, jú hún var þarna öll, jafn sýnileg og hún hafði alltaf verið. Hvað hafði gerst? °Kannski hef ég dáið á augnablikinu sem ég varð kynþroska og er orðin andi.° Hún fór að leita eigin líks en það var hvergi að finna. Og spegil- myndin lét ekki á sér kræla, sama hvernig hún reyndi að koma speglinum að óvörum. °Ég hlýt að vera orðin ósýnileg öllum öðrum en sjálfri mér.° Hún ákvað að læðast inn í eldhús þar sem faðir hennar var að lesa blað og fá staðfest að hún væri orðin gegnsæ. En hún hafði ekki tiplað lengi á tánum í kringum hann þegar hann sagði: „Hvað viltu Alda mín, sérðu ekki að ég er að reyna að lesa blaðið?“ Þá vissi hún það. En gat hún snert hann? Skjálfradda sagði hún: „Fyrirgefðu pabbi minn,“ hallaði sér að honum og kyssti hann á kinnina. Þegar hún fann snertinguna fékk hún tár í augun og varð vandræðaleg. Hann lagði blaðið frá sér, tók hana í kjöltu sér, strauk henni um hvarmana og sagði: „Hvað er að, prinsessan mín?“ Þegar hún hafði skælt nokkra stund sagði hún ekkablandinni röddu: „Ég leit í spegilinn og ...“ „Og hvað?“ spurði hann. „Og ég sá ...“ „Hvað sástu?“ 58 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.