Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 61
Það rann upp fyrir henni hvað þetta var hjákátlegt. Hann fengi vafalaust áhyggjur af andlegri heilsu hennar ef hún segði sem var. En hún varð að létta af hjarta sínu, annars myndi hún missa vitið. Hún herti sig upp og reyndi aftur: „Ég leit í spegilinn og sá að ég ...“ Hún þagnaði. Nú fann hún að hún gat ekki sagt frá þessu. Og þá var hún svo óskaplega ein í heiminum, og jafnvel kærleikur föður hennar sem hún elskaði út yfir gröf og dauða, umvafði hana eins og fangelsi. Hún fór að hágráta. Nú fyrst varð faðir hennar verulega áhyggjufullur og spurði hvað eftir annað: „Hvað sástu, hvað sástu í speglinum?“ eins og framtíð þeirra ylti á því. Ef hún segði honum það núna myndi hann sannfærast um sálsýki hennar. Hún varð að róa hann og svaraði lágt: „Ég sá hvað ég er ófríð.“ Faðir hennar leit undrandi á hana. Síðan fór hann að skellihlæja. Hláturinn var svo innilegur að hún smitaðist af honum þótt henni væri alls ekki hlátur í huga. Eftir drjúga stund gat faðir hennar loks stunið upp: „Þú, ljót...“ Síðan hló hann eins og vitlaus maður og hún gat ekki annað en hlegið líka þótt hana langaði helst til að gráta. Eftir langa mæðu gat hann loks hamið hláturinn. Hann horfði djúpt í augu hennar og sagði: „Þú ert fallegasta stúlka í heimi, Alda mín.“ Og eins og allir feður sem segja þetta einhvern tíma við dætur sínar meinti hann það af öllu hjarta. En nú þegar hann virti hana fyrir sér rann upp fyrir honum að hann hefði líklega á réttu að standa. Skelfdur horfði hann á hana eitt augnablik, sagði síðan: „Jæja, nú skaltu leyfa mér að lesa blaðið.“ Hún kyssti hann á ennið, stóð upp og gekk inn í herbergið sitt. Hún leit ekki í spegilinn heldur lagðist í rúmið. °Mikið er þetta einkennilegt. Ég hef ábyggilega bara ímyndað mér þetta allt saman.° Hún ákvað að loka augunum, fikra sig blindandi að stólnum við snyrtiborðið, opna síðan augun og þá myndi hún örugglega líta spegilmynd sína aftur. Þegar hún hafði setið drjúga stund framan við spegilinn og beðið þess að hjartað róaðist í brjósti hennar, opnaði hún augun ofurhægt. Hún sá herbergið greinilega en sjálfa sig hvergi. Hana TMM 1994:3 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.