Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 62
langaði til að hljóða, grýta einhverju í spegilinn, en hún sat grafkyrr
og starði fram fyrir sig. Hún ætlaði að bíða þar til spegilmyndin birtist
aftur. í hálfa klukkustund starði hún í auðan spegilinn án þess að depla
auga en þá urðu augnlokin óbærilega þung og féllu aftur eins og
kistulok.
Hún rankaði við sér þegar hún var að detta út af og leit í spegilinn,
beint í augu óttasleginnar mannveru sem starði á hana. En það var
ekki hún og hún heyrði hryllilegt óp sem skelfdi hana og hún hljóðaði
aftur. Lengi var ekkert nema skelfingaróp sem hræddu hvert annað,
eða þar til hún fann að einhver faðmaði hana að sér og hvíslaði: suss
— suss, hvað eftir annað í eyra hennar. f speglinum sá hún föður sinn
kyssa loftið blíðlega og tala róandi við ekkert. Hún snéri sér að honum,
andlitið baðað svita og tárum, skelfing í augum. Hann fann að ef hann
léti undan ótta sínum myndi hann missa dóttur sína fyrir fullt og allt.
Hann bað guð um styrk og sjálfum sér að óvörum sagði hann full-
komlega eðlilegum rómi:
„Það er óþarfi að óttast, elskan mín, þú hefur bara enga spegil-
mynd.“
Hið trausta fas hans færði hana svo nálægt honum að hættunni á
sturlun var bægt ffá. Hún hjúfraði sig fast að honum og spurði ákaft:
„Af hverju pabbi, af hverju?“
Hann hafði alltaf svarað ótal spurningum hennar en fann að það
var einskisvert ef hann stæði á gati í þetta eina skipti. Þá héldi hún út
í heiminn í vonlausri leit að svari við spurningu sinni. Vísindamenn
myndu krefjast þess að fá að rannsaka hana, fjöldinn myndi óttast
hana og heimta líf hennar. Ef dómstólar þyrmdu henni myndi múg-
urinn taka lögin í sínar blóðidrifnu hendur og, og,... hvað gat hann
sagt við hana? Það dygði skammt að skrökva einhverju, með lygi
myndi hann ýta henni frá sér, með þögn myndi hann loka hana úti í
kuldanum. Hann varð að segja henni sannleikann. En hver var sann-
leikurinn? Það var honum með öllu hulið. Aftur bað hann guð, sem
hann hafði ekki trúað á fram til þessa, um liðveislu:
°Drottinn guð, skapari himins og jarðar, ég geng sæll í eilífan
hreinsunareldinn ef þú aðeins gefur mér svarið sem bjargar dóttur
minni.°
)VAf hverju pabbi, af hverju?“ heyrði hann fagra rödd dóttur sinnar
60
TMM 1994:3