Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 70
aftur á barinn en það var erfitt að gleyma henni. Ég var ekki í vinnu og svaf fram til klukkan 2, fór þá á fætur og las blaðið. Ég var í baði þegar hún kom inn með stórt laufblað — fílseyra. „Ég vissi að þú myndir vera í baði,“ sagði hún, „svo ég kom með smávegis handa þér til að hylja vöxtinn, náttúrustrákur.11 Hún henti laufblaðinu yfir mig í baðinu. „Hvernig vissirðu að ég væri í baði?“ „Ég vissi það.“ Næstum því á hverjum degi kom Cass meðan ég var í baði. Tíma- setningarnar voru mismunandi en hún hitti oftast á það og alltaf var hún með fílseyrað. Svo elskuðumst við. Eitt kvöld eða tvö hringdi hún í mig úr fangelsinu og ég þurfti að borga hana út fyrir fyllerí og slagsmál. „Þessir tíkarsynir“ sagði hún. „Þeir kaupa ofan í mann nokkra drykki og halda svo þeir komist undir pilsið hjá manni!“ „Um leið og þú þiggur drykk veldur þú eigin vandræðum.“ „Ég hélt þeir hefðu áhuga á mér, ekki bara líkama mínum.“ „Ég hef bæði áhuga á þér oglíkama þínum, en ég efast um að flestir sjái meira en líkamann.“ Ég fór úr bænum og var burtu í sex mánuði, flakkaði, kom aftur. Ég hafði aldrei gleymt Cass en við höfðum rifist eitthvað og mig langaði burtu hvort sem var. Þegar ég kom aftur hélt ég að hún væri farin, en ég hafði setið á West End barnum um það bil hálftíma þegar hún gekk inn og settist við hlið mér. „Jæja, skepnan þín, ég sé þú ert kominn aftur.“ Ég pantaði drykk handa henni. Svo leit ég á hana. Hún var í kjól með háum kraga, ég hafði aldrei séð hana þannig klædda. Og undir sitt hvort auga hafði hún stungið títuprjóni með glerhaus. Allt sem sást voru glerhausarnir, títuprjónarnir voru á kafi í augnatóttun- um. „Djöfulsins, enn að reyna að eyðileggja fegurð þína, ha?“ „Nei, þetta er tískan, fíflið þitt.“ „Þú ert klikkuð.“ „Ég hef saknað þín“ sagði hún. „Er einhver annar í spilinu?“ „Nei, enginn annar, bara þú. En ég sel mig. Það kostar tíu dollara. En þú færð það frítt.“ 68 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.