Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 70
aftur á barinn en það var erfitt að gleyma henni. Ég var ekki í vinnu
og svaf fram til klukkan 2, fór þá á fætur og las blaðið. Ég var í baði
þegar hún kom inn með stórt laufblað — fílseyra.
„Ég vissi að þú myndir vera í baði,“ sagði hún, „svo ég kom með
smávegis handa þér til að hylja vöxtinn, náttúrustrákur.11
Hún henti laufblaðinu yfir mig í baðinu.
„Hvernig vissirðu að ég væri í baði?“
„Ég vissi það.“
Næstum því á hverjum degi kom Cass meðan ég var í baði. Tíma-
setningarnar voru mismunandi en hún hitti oftast á það og alltaf var
hún með fílseyrað. Svo elskuðumst við.
Eitt kvöld eða tvö hringdi hún í mig úr fangelsinu og ég þurfti að
borga hana út fyrir fyllerí og slagsmál.
„Þessir tíkarsynir“ sagði hún. „Þeir kaupa ofan í mann nokkra
drykki og halda svo þeir komist undir pilsið hjá manni!“
„Um leið og þú þiggur drykk veldur þú eigin vandræðum.“
„Ég hélt þeir hefðu áhuga á mér, ekki bara líkama mínum.“
„Ég hef bæði áhuga á þér oglíkama þínum, en ég efast um að flestir
sjái meira en líkamann.“
Ég fór úr bænum og var burtu í sex mánuði, flakkaði, kom aftur. Ég
hafði aldrei gleymt Cass en við höfðum rifist eitthvað og mig langaði
burtu hvort sem var. Þegar ég kom aftur hélt ég að hún væri farin, en
ég hafði setið á West End barnum um það bil hálftíma þegar hún gekk
inn og settist við hlið mér.
„Jæja, skepnan þín, ég sé þú ert kominn aftur.“
Ég pantaði drykk handa henni. Svo leit ég á hana. Hún var í kjól
með háum kraga, ég hafði aldrei séð hana þannig klædda. Og undir
sitt hvort auga hafði hún stungið títuprjóni með glerhaus. Allt sem
sást voru glerhausarnir, títuprjónarnir voru á kafi í augnatóttun-
um.
„Djöfulsins, enn að reyna að eyðileggja fegurð þína, ha?“
„Nei, þetta er tískan, fíflið þitt.“
„Þú ert klikkuð.“
„Ég hef saknað þín“ sagði hún.
„Er einhver annar í spilinu?“
„Nei, enginn annar, bara þú. En ég sel mig. Það kostar tíu dollara.
En þú færð það frítt.“
68
TMM 1994:3