Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 77
Salka Valka hefur ýmsa eiginleika sem auðvelda snurðulausa umsköpun hennar yfir á hvíta tjaldið. Persónur skáldsögunnar eru lifandi og ástríðu- fullar og sögusviðið er stórbrotið. Þó er augljóslega erfitt að kvikmynda skáldsöguna, því ádeila Laxness glatast í kvikmyndun verksins. Stanley Kubrick telur þó að hið sérstaka samspil stíls og efniviðar skáldverks eigi ekki að letja kvikmyndagerðarmenn: „Stílbrögð eru aðeins notuð af höfundi til þess að töfra lesanda og auðvelda honum að taka við þeim tilfmningum og hugsunum sem eru kjarni verksins. Leikstjórinn vinnur úr þessum kjarna, en skiptir sér ekki af stílnum“ (Giddings 22). Ég tel þetta fullmikla einföldun. Samspil þessara tveggja þátta hefur áhrif á túlkun skáldverksins og þeir verða því að vera samræmanlegir. Lengd Sölku Völku gerir það að verkum að erfitt er að gefa hugmynd um dýpt og margbreytileika skáldverksins í öðru en þáttaröð. Þar sem kvikmynd- in er aðeins tveir klukkutímar varð að fella niður svo mikið af efni skáldsög- unnar að hrynjandi hennar og jafnvægi brengluðust. Með öllu er sleppt ádeilu höfundar á hræsni og efasemdum hans um að til sé miskunnsamur og kærleiksríkur Guð. Pólitískur þáttur skáldverksins hefur einnig verið styttur talsvert, sérstaklega óvægin árás Laxness á kapítalisma og mat hans á hug- myndafræði róttækra sósíalista í síðari hluta sögunnar. Líklegt er að þessum köflum hafi verið sleppt af ótta við að þeir hneyksluðu borgarastéttina. Einnig draga þeir úr hraða atburðarásarinnar og eiga því á hættu að fara fyrir brjóstið á þeim áhorfendum sem vanist hafa fléttum Hollywood kvikmynda. Reyndur leikstjóri á borð við Mattsson hlýtur að hafa skilið vandkvæði þess að kvikmynda Sölku Völku. Ætla má þó að hann hafi talið verkefnið gróðavænlegt og að það myndi auglýsa myndina að hún var byggð á vinsælli skáldsögu velþekkts höfundar. Ef Mattsson hafði í hyggju að koma myndinni á Bandaríkjamarkað (mynd hans One Summer of Happiness (1951) var söluhæst sænskra kvikmynda sem sýndar höfðu verið í Bandaríkjunum frá upphafi), varð hann að sleppa ádeilunni á trúarbrögð og kapítalisma og finna myndinni farveg innan marka Hollywoodmenningarinnar. í kvik- mynd Mattssons eru áherslubreytingar því það miklar að boðskapur mynd- arinnar er mun hefðbundnari en skáldsagan gefur til kynna. I fyrri hluta sögunnar, Þú vínviður hreini, er áhersla lögð á samband Sölku við móður sína og hversu ólíkar þær eru að skapgerð og útliti. Sigurlína er feit og illa til fara. Hún er feimin, með svartar brenndar tennur, og hendurnar eru „bólgnar eins og pækilsaltað kjöt uppúr suðu“ (Salka Valka 9). Sölku Völku er aftur á móti lýst sem fallegri, greindri stúlku, sem hefur ögrandi skapgerð og „allur líkaminn ólgaði af óstýrilátu fjöri“ (Salka Valka 10). Hendur Sölku eru beinaberar og ólíkt Sigurlínu hefur hún sterkar, heilbrigð- ar tennur. TMM 1994:3 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.