Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 78
Útlit Sölku gæti valdið nokkrum erfiðleikum við kvikmyndun sögunn- ar, því Laxness leggur áherslu á karl- mannlega þætti í fari hennar. Henni er lýst sem kjálkastórri, hávaxinni og hraustri stúlku, sem talar í lágrödd sem er „næstum einsog karlmanns- rödd“ (Salka Valka 9). Þessi karlalega lýsing á ellefu ára stúlku veldur eflaust undrun sumra lesenda. Þó ber fremur að sjá hana í táknlegri vídd, en sem raunsæislega lýsingu og sem slík er hún algeng innan bókmenntahefðar- innar. Karlmannleg lýsing Sölku Völku er einn mikilvægasti þátturinn í persónusköpun hennar. Lesandan- um verður ljóst að eina leið Sölku til að forðast örlög Sigurlínu og annarra kvenna er að afneita öllum kvenleg- um þáttum í eðli sínu. En þar sem táknið og táknmyndin eru næstum eins í kvikmyndum, er erfitt að lýsa Sölku á þennan máta. Áhorfandinn á erfitt með að „sjá“ og „heyra“ Sölku sem nokkuð annað en „venjulegt“ barn. Innan kvikmyndahefðarinnar er ekki sami sveigjanleiki og í bókmenntunum og hætt er við því að sú Salka sem Laxness lýsir liti einkennilega út, ef ekki fáránlega, væri hún færð upp á hvíta tjaldið. Til frekari útskýringar fékk ég listamann til þess að draga upp nákvæma mynd af Sölku eins og henni er lýst í skáldsögunni og er hún gjörólík Birgittu Petterson, sem lék barnið Sölku í myndinni. Má því álykta að myndin sé ekki eins áhrifarík, því ómögulegt er fyrir kvikmyndaáhorf- endur að komast að sömu niðurstöðum og lesendur bókarinnar. Salka elskar og treystir móður sinni við upphaf sögunnar. En fyrstu nóttina í Mararbúð, þegar Salka litla vaknar og sér að móðir hennar er farin, taka böndin að rofna. Þær íjarlægjast hvor aðra og í 17. kafla, sem reyndar er sleppt úr kvikmyndinni, sakar Salka móður sína um vanrækslu. Hún deilir á ábyrgðarleysi Sigurlínu í kynferðismálum og finnur að því hvernig hún afsakar allt sem miður fer í lífi þeirra með vilja Guðs. Eftir andlát Sigurlinna biður Sigurlína Sölku að sofa hjá sér, en jafnvel í sorginni ná þær ekki saman: 76 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.