Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 78
Útlit Sölku gæti valdið nokkrum
erfiðleikum við kvikmyndun sögunn-
ar, því Laxness leggur áherslu á karl-
mannlega þætti í fari hennar. Henni
er lýst sem kjálkastórri, hávaxinni og
hraustri stúlku, sem talar í lágrödd
sem er „næstum einsog karlmanns-
rödd“ (Salka Valka 9). Þessi karlalega
lýsing á ellefu ára stúlku veldur eflaust
undrun sumra lesenda. Þó ber fremur
að sjá hana í táknlegri vídd, en sem
raunsæislega lýsingu og sem slík er
hún algeng innan bókmenntahefðar-
innar. Karlmannleg lýsing Sölku
Völku er einn mikilvægasti þátturinn
í persónusköpun hennar. Lesandan-
um verður ljóst að eina leið Sölku til
að forðast örlög Sigurlínu og annarra
kvenna er að afneita öllum kvenleg-
um þáttum í eðli sínu. En þar sem
táknið og táknmyndin eru næstum
eins í kvikmyndum, er erfitt að lýsa
Sölku á þennan máta. Áhorfandinn á
erfitt með að „sjá“ og „heyra“ Sölku
sem nokkuð annað en „venjulegt“ barn. Innan kvikmyndahefðarinnar er
ekki sami sveigjanleiki og í bókmenntunum og hætt er við því að sú Salka
sem Laxness lýsir liti einkennilega út, ef ekki fáránlega, væri hún færð upp á
hvíta tjaldið. Til frekari útskýringar fékk ég listamann til þess að draga upp
nákvæma mynd af Sölku eins og henni er lýst í skáldsögunni og er hún
gjörólík Birgittu Petterson, sem lék barnið Sölku í myndinni. Má því álykta
að myndin sé ekki eins áhrifarík, því ómögulegt er fyrir kvikmyndaáhorf-
endur að komast að sömu niðurstöðum og lesendur bókarinnar.
Salka elskar og treystir móður sinni við upphaf sögunnar. En fyrstu
nóttina í Mararbúð, þegar Salka litla vaknar og sér að móðir hennar er farin,
taka böndin að rofna. Þær íjarlægjast hvor aðra og í 17. kafla, sem reyndar
er sleppt úr kvikmyndinni, sakar Salka móður sína um vanrækslu. Hún deilir
á ábyrgðarleysi Sigurlínu í kynferðismálum og finnur að því hvernig hún
afsakar allt sem miður fer í lífi þeirra með vilja Guðs. Eftir andlát Sigurlinna
biður Sigurlína Sölku að sofa hjá sér, en jafnvel í sorginni ná þær ekki saman:
76
TMM 1994:3