Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 83
Kvikmyndalega séð eru sprettir í fyrra hluti myndarinnar þokkalega heppnaðir. Sem dæmi má nefna sviðsmyndina í Mararbúð. Lágir veggirnir í torfkofanum skapa innilokunarkennd og ljósleysið sýnir kröpp lífskjör heimilisfólksins. Netin sem liggja á víð og dreif innandyra hamla hreyfingum Sölku og Sigurlínu. Þau gefa til kynna, líkt og í bók Joyce A Portrait ofthe Artist as a Young Man, að þær séu fangar. Og líkt og í myndum „film-noir“ stefnunnar fylla skuggalegir innanstokksmunir og yfirgefnir bátar áhorfend- ur sömu tilfinningu vonleysis og kyrrstöðu sem ríkjandi er í Þú vínviður hreini. Tvö atriði í fyrri hluta myndarinnar eru klippt á mjög áhrifamikinn hátt. í nauðgunarkaflanum er skyndilega klippt yfir í skelfingu lostinn aumingj- ann þar sem hann faðmar að sér lamb, í stað þess að sýna viðureignina til enda. Óp Sölku tengir atriðin sterkt saman og áhorfandinn er fyllilega meðvitaður um vanhelgun þá sem átt hefur sér stað. í hinu dæminu eru hliðstæður notaðar. Við sjáum Sigurlínu setja upp hring og síðan Sölku festa silfurmen um háls sér. Hringurinn, sem Steinþór keypti á fýlliríi af farand- sala, er einskis virði og er ekki gefinn sem skuldbinding um ást. Hálsmenið er aftur á móti verðmætasta eign Arnalds og því táknrænt fyrir djúpar tilfmningar hans til Sölku. Áhrifunum er náð fram með skörpum andstæð- um, með því sem Eisenstein kallaði díalektískt myndskeið, en þar er áhorf- andanum gert kleift að skilja ólíka tilfmningaheima mæðgnanna. Á meðan það veldur Sigurlínu engu hugarangri að þurfa að neyða Steinþór til þess að giftast sér, einkennist platónskt samband Sölku við Arnald á gagnkvæmri virðingu. Bæði dæmin eru án orða og sækja því kraft sinn í knappt, myndrænt samspil. I öðrum hluta hefur liðið heill áratugur og breytingarnar á Óseyri fara ekki framhjá nein- um. Salka er nú einnig óþekkjanleg og vegur hennar hefur vaxið töluvert innan samfélagsins. Gunnel Broström kom beint frá Hollywood til þess að leika Sölku. Hún er gjörólík sögupersón- unni, eins og sést best ef hún er borin saman við teikningu sem gerð var eftir lýsingu Laxness. í karlaveldi kvikmyndaiðnaðarins er það viðtek- in venja að aðalleikkonan hafi til að bera stað- laða fegurð. Ýmsar kvikmyndagerðarkonur hafa upp á síðkastið reynt að vinna gegn þessu með því að velja aðalleikkonur með venjulegt útlit, en gagnrýnendur hafa oftar en ekki fundið að þeirri ákvörðun. Það skal því engan furða að TMM 1994:3 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.