Tímarit Máls og menningar

Årgang

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 85
getur hann ekki leyít sér þann munað að skuldbinda sig við eina stefnu. Eftir aldalangan skort eru þeir vantrúaðir á hugmyndafræði sem lofar efna- hagsbótum og boðar nýja Jerúsalem. Baráttan um gervifót Beinteins lýsir á gamansaman hátt pólitískum duttlungum fjöldans, sem getur á einu augnabliki gerst fráhverfur sósíalisma og tekið upp stuðning við fyrra skipulag. Laxness er hér engan veginn að deila á verkalýðsstéttina og getu hennar til þess að innleiða sósíalisma. Hann er fremur að benda á ósamræmið milli bókstafskenninga róttækra borgara á við Arnald og hins mannskemmandi veruleika sem verkalýðurinn lifír við. í upphafí virðast pólitískar skoðanir Arnalds réttmætar. Hann er illa til fara, vannærður og hefur andstyggð á peningum. Hann kýs að búa meðal alþýðunnar til að sýna henni frekari stuðning. Kristófer Torfdal, leiðbeinanda Arnalds, er í fýrstu einnig lýst sem byltingarrisa sem aldrei muni semja um kjör alþýðunnar. Með tilkomu verslunarfélags á Óseyri sjáum við skuggalegri hlið á róttækni Arnalds og Torfdals. Salka kemst að því að það er Steinþór sem hefur greitt trygginguna, sem er tvö þúsund krónur. Þegar hún spyr Arnald hvernig hann hafi getað fengið af sér að gera Steinþór að lánardrottni allra í þorpinu svarar hann: „öll vopn eru góð svo framarlega að hægt sé að nota þau til að vinna á Jóhanni Bogesen“ (Salka Valka 366). Enn fremur bregður okkur að heyra að Kristófer Torfdal, „æstasti bolséviki Islands“ (Salka Valka 435), sé í raun forneskjuleg- ur lýðræðissinni gæddur „dularfullri ástríðu til valda valdsins vegna“ (Salka Valka 382). Torfdal og Arnaldur breytast úr verkalýðshetjum í stjórnmála- lega framagosa og sveimhuga menntamenn úr borgarastétt. Laxness varar okkur við pólitískri sýndarmennsku þeirra manna sem falbjóða kreddu- bundin loforð um sæluríki. Salka er sú eina sem sýnir pólitíska einlægni í skoðunum sínum. Henni verður ekki spillt því sósíalismi hennar er ekki lærður. Hún neitar að taka við mútum hjá Angantý og afþakkar bónorð Steinþórs sem hefði gert henni kleift að búa í þægindum í húsi Bogesens. Þess í stað kýs hún að búa í fátækt og basli með eigin þjóðfélagsstétt. Síðari hluti myndarinnar fylgir efni bókarinnar jafn lauslega og sá fyrri. Þar sem alla pólitíska umfjöllun vantar í myndina eru deilur Sölku og Arnalds smækkaðar niður í ólíkar skoðanir um verkfallið. í myndinni snýst Salka ekki til sósíalisma og fær aldrei samúð með málstaðnum. Kristófer Torfdal er hvergi nefndur á nafn, né heldur sameignarhreyfingin á Óseyri. Lengd og sölugildi myndarinnar orsaka að hluta til þennan niðurskurð, svo og sú staðreynd að Fuglitm ífjörunni er ekki jafn hnitmiðað skáldverk og Þú vínviðurhreini. Endurtekningar eru tíðar og það morar allt í útúrdúrum sem beina sjónum frá aðalatburðarásinni. Mattsson neyddist því til að fella niður efni og byggja frásögnina upp á nýjan leik svo hún yrði hraðari og markviss- TMM 1994:3 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar: 3. tölublað (01.09.1994)
https://timarit.is/issue/381226

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. tölublað (01.09.1994)

Handlinger: