Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 86
ari. Hann hefði þó mátt reyna að flétta hinum pólitíska þætti frekar inn í samband Sölku og Arnalds. Myndinni til lofs má benda á tvö atriði sem taka á pólitískum veruleika bókarinnar á frumlegan og vel upphugsaðan hátt. Fyrra atriðið er frá fundinum í skólahúsinu þar sem Arnaldur kynnir fyrir íbúum þorpsins hugmyndir Marx um nýja og betri tíma. Upptendraður af orðum sínum stendur hann baðaður í ljósi peru sem hangir fyrir ofan hann. Við erum strax minnt á margar fyrri senur þar sem kaffeinninn á Hjálpræðishernum stóð í sams konar ljósi og boðaði frelsun í gegnum Jesú Krist. Hliðstæða þessara atriða bendir til skyldleika milli marxisma og kristni. Báðar stefnur fjötra sálir og ímyndunarafl manna á svipaðan máta. Mattsson beitir einnig djúp- um fókus á athyglisverðan máta. Áhorfandinn fylgist með Arnaldi í spegli á veggnum á meðan myndavélin beinist að fokvondum verkamanni. Kvik- mynd miðlar þannig miklu efni á stuttum tíma á allt annan hátt en unnt er í bókmenntunum. Hin senan sem lof á skilið fyrir frumleika lýsir því þegar Arnaldur skipar verkfallsmönnum að hella eldsneyti út í höfnina með slæmum afleiðingum fyrir fuglalífið á staðnum. Með dauða fugla allt í kringum sig bjóða Salka og Arnaldur hvort öðru birginn í áhrifamikilli senu. Þrátt fyrir að þennan atburð sé ekki að finna í skáldsögunni sýnir hann glögglega að öfgafullar athafnir framdar í þágu byltingar geta verið tilgangslausar og óafsakanlegar. Laxness gerir þetta að umræðuefni í 12. kafla Fuglsins íjjörunnilpegar hann vísar til ummæla Leníns vegna hungursneyðar í Volguhéruðum. I kvikmynd- un verks má því oft bæta inn frumsömdu efni án þess að tapa upprunalegum anda. Samband Sölku og Arnalds vegur þungt í síðari hluta sögunnar. Arnaldur snýr aftur heim í þorpið effir tíu ára fjarvist til þess að stofna verkalýðsfélag. Þau deila ákaft á fýrsta fundinum, þar sem hún kallar tal hans draumóra og hann ásakar hana fyrir afturhaldssemi. En samband þeirra fer að þróast eftir að hún verður róttækari í skoðunum og heyrir sannleikann um hringinn. Þau eru bæði ástfangin. Arnaldur opnar sig fyrir Sölku og viðurkennir að hann sé fullur af efa ólíkt því sem virðist á ytra borði. Tilfinningar Sölku til Arnalds vaxa jafnt og þétt, en hún er óreynd í kynferðismálum og sálarlega heft. Henni er því með öllu ókleift að fullkomna sambandið: Hitt gat aftur talist vafamál hvort hún kynni að kyssa, því hún opnaði aðeins munn sinn og lokaði augunum ... En á einu stigi í atlotunum var hún gripin felmtran ... Þá gat hún altíeinu brotist úr faðmi hans án þess hún vissi hvað hún gerði, og fól andlitið í gaupnum sér, en um líkama hennar fór krampakendur skjálfti, kanski grét hún (Salka Valka 414). 84 TMM 1994:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.