Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 91
Nútíminn í sögunni Hringadróttinssaga er ekki einungis endurgerður goðsagnaveruleiki á bak við tungumál enda þótt uppspretta hennar og grunnur sé ást á hinu forna og glataða. Hún heyrir til yngstu grein skáldskaparins, er skáldsaga þar sem hið gamla fléttast við hið nýja í líki hobbitans, nýjungar Tolkiens í fornum heimi álfa, dverga og enta. Hobbitinn er tímaskekkja í sögunni, reykir pípur og borðar kanínur og kartöflur. Orðið sjálft á sér enga skýra fyrirmynd, engan fastan tilverugrunn í fornsögum. Það er undantekning í heimi Tolki- ens.8 Hobbitinn er eins konar forspeglun nútímamannsins sem ryðst inn í söguna og veitir henni nýja vídd. í sögunni togast á fortíð og nútíð með tvenns konar mál og tvenns konar siðferði. Þetta gerir hana margradda. Hún verður tvísæ og epískur grunnur hennar færist nær nútímalesendum fyrir vikið. Þannig kemur sagan stöðugt á óvart, er annað en það sem hún sýnist vera. Lausn hennar felst í fáránleikanum. Aflinu sem felst í hringnum eina, uppsprettu valds í þessum heimi, er kastað á glæ en ekki beitt gegn óvininum. Hobbitinn Fróði, hinn smæsti af hinum smáu, vinnur sigur á hinum mikla myrkrakonungi sem ljær sögunni nafn. Sá sigur vinnst ekki með valdi heldur fórnum og hugrekki í mótlæti sem þó er unnið fyrir gýg. Hið smáa reynist hinu stóra öflugra en fyrir tilviljun eina. Hið góða getur bara sigrast á hinu illa með því að hið illa sigri hið góða. Þannig lætur Fróði undan hringnum á Hryðju (Mount Doom) og óvinurinn sigrast bara vegna græðgi ogsviksemi ófétisins Gollum. Hinn versti af öllum eiginleikum lítilsigldrar skepnu er nauðsynlegur til að vinna bug á myrkrinu sjálfu. Slík er kaldhæðni Hringa- dróttinssögu — og sú kaldhæðni er nútímamannsins. Hringadróttinssaga er því ekki furðuverk meðal samtímabókmennta þó að hún hafi þar ákveðna sérstöðu, bæði vegna sterkra tengsla við fornan menningararf og sterkrar siðvitundar sem á sér eina rót í katólskum viðhorf- urn sem víða sjást í sögunni.9 Hún á sér ýmsar hliðstæður í nútímanum. Þannig er Saruman með vélar sínar (í tvennum skilningi) fulltrúi hins iðnvædda nútímamanns sem hefur ofmetnast af tækniþekkingu sinni. Afl hringsins á sér hliðstæðu í afli kjarnorkusprengjunnar. Þess vegna verður líka að skoða söguna í ljósi bókmennta eftirstríðsáranna. Þar eigum við fslendingar eina bók öðrum merkari, Gerplu, sem er gjörólík Hringadrótt- inssögu en eigi að síður eru snertifletir þeirra mikilvægir. Báðar bækurnar bera þess merki að vera ritaðar á tímum óreiðu og ófriðar, báðar sameina þær hefð og samtíma á frumlegan hátt og í báðum má finna sömu grund- vallarafstöðu til stríðs og friðar. Jafnt hjá Tolkien og Halldóri leiðir stríð fyrst og fremst ógæfu yfir þá sem trúa stáli, hið mjúka reynist sterkara hinu harða TMM 1994:3 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.