Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 93
Fróða er hógværð hans og vitund um hættuna sem felst í notkun hringsins. Þess vegna missir hann aldrei séreðli sitt en spegilmynd hans sést í Gollum sem upphaflega var hobbiti en er orðinn vofukennd skepna sem misst hefur bæði mál og siðvit en reikar um, knúinn áfram af löngun til hringsins. Eitt af því sem greinir Fróða frá öðrum hobbitum sögunnar (til að mynda Bilbó og Sam) er að nafn hans er sótt í norrænar fornbókmenntir. Þetta virðist á skjön við natni Tolkiens við allt sem lítur að tungumálinu því Hobbitar eru fulltrúar hins nýja í sögunni. En Fróði er í grundvallaratriðum ólíkur öðrum Hobbitum og gjörólíkur Bilbó, söguhetju TheHobbit. Það sem vekur hér athygli er að þessi annarleiki hans stafar ekki síst af nafninu. I fyrstu drögum sögunnar átti hringberinn að heita Bingó. Þá átti sagan að verða mun líkari The Hobbit en síðar varð og persóna hans mun nær Bilbó. Eftir því sem sagan þróaðist breyttist nafn aðalsöguhetjunnar og persónan varð smám saman eins og lýst var hér að framan.11 Þannig er enginn vafi á að nafn Fróða er mikilvægur lykill að skilningi á stöðu hans í sögunni en um leið tengir það Hringadróttinssögu og hinn norræna heim því sagnir um Fróða eru vel þekktar á Norðurlöndum. Elst þeirra er sögnin um Frið-Fróða en hún virðist eiga tvær rætur. Annars vegar er sögn um gullöld í árdaga en hliðstæður hennar þekkjast með flestum þjóðum. Hér tengist hún konunginum Fróða en nafn hans bendir til frjó- semisdýrkunar og er eitt ófárra dæma um samsvörun konungs við frið og frjósemi í ríki hans. Þessi sögn blandast svo við aðra um kvörn sem malar gull en hún á sér hugsanlegan uppruna í miklum hagvexti á Norðurlöndum á þjóðflutningatímanum þegar kvarnir fóru að tíðkast þar. Kvæðið Grótta- söngur er útkoma þessarar blöndu. Það er einungis varðveitt í Snorra-Eddu, rammað af lausamálsfrásögn. Talsvert ósamræmi er milli kvæðis og lausamálsramma. í kvæðinu er friðurinn greinilega tengdur kvörninni sem Fenja og Menja snúa og malar bæði gull og frið. Hún er trygging fyrir friði og þegar hún brotnar er friðurinn úti. I lausamálsfrásögninni fylgir friðurinn Fróða en kvörnin er af hinu illa, komin frá Óðni og veldur falli Fróða og lokum friðarins. í kvæðinu er það hins vegar heimtufrekja Fróða sjálfs sem verður honum að falli. Gullgræðgi hans veldur því að hann unir Fenju og Menju engrar hvíldar og espar þær um leið svo mikið upp að þær brjóta kvörnina í jötunmóði. Þá er friðurinn úti.12 En hver eru tengsl þessa gullgráðuga friðarkonungs við hobbitann Fróða? T.A. Shippey hefur bent á að Fróði í sögunni sé friðarsinni. Hann neiti að bera vopn eða drepa neinn, jafnvel Gollum. Aftur á móti tekst honum ekki að koma í veg fyrir ófrið og blóðsúthellingar meðal Hobbita fremur en nafna hans tekst að halda friðinn.13 Sá Fróði sem hann er þá einkum með í huga TMM 1994:3 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.