Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 102
kúrar og iðraþvottur. Tuttugu feitar hjúkrunarkonur tóku menn í karphúsið. Þær voru allar þýskar. Þar var magaskolað dag og nótt með ógrynnum af koladufti, slangan alveg geipilega sver og stíf. Ég held að hún hafi alla vega verið á við karlmannsþumal að gildleika. Og bévít- ans ristilhreinsunin með fleiri fleiri dunkum af óþverra. Olía held ég það hafi heitið. Olíuinnhelling. Sumir öskruðu, þetta var svo sárt, en allt var það í þágu heilsunnar svo að hjúkrunarkonurnar öskruðu bara enn hærra og sögðu okkur að þegja. Alveg ægilegt.“ „Nokkurn tíma sprautur?“ „Ja, maður Guðs og lifandi, vítamínsprauturnar! Þá var það eitt! Þær fylgdu í kjölfarið. Ég hef aldrei séð þvílíkar nálar. Þær voru eins og blýantar! Og þær voru svo bitlausar að undrum sætti. Þær ætluðu aldrei að komast gegnum skinnið. Og stórar sprautur fullar af gulglær- um vítamínvökva. Ekki minni en beljusprautur! Lærin og þjóin hreint og beint sprungu í sundur. Uss. Þú hefðir bara átt að reyna þetta.“ Álfkonan kyngdi og ók sér, lítil og mjó. „Já. Hérna, nú er varla hægt að trúa því að nokkur maður skyldi láta bjóða sér þetta?“ „Þér eruð hér sjálfViljugur!“ sagði doktor Jósep Jóseps alltaf. „Ef þér fylgið mér öðlist þér þá bestu heilsu sem völ er á. Hún yrði ekki betri þótt þér kæmust í himnaríki! (Og hér hnykkti hann alltaf höfðinu, þetta var brandari hjá honum. Menn tóku honum misjafnlega). En ég get bara sagt þér það: Hann doktor Jósep Jóseps bjó yfir þvílíkum sannfæringarkraffi með öll þessi vísindi og vængi á bakinu; hann hefði fengið skrattann til að skeiða ef hann hefði komist á bak. Það var ekki hægt annað en fýlgja honum.“ „Og þetta er þá sláturkeppurinn,“ sagði hún og benti upp á hillu. „Já. Ég lét steypa hann inn í glæra plastkvoðu eftir að yfirhalning- unni lauk. Ég hef hann fyrir minjagrip um liðinn tíma.“ „Það var og,“ sagði álfdísin. „En víkjum að betri helmingnum. Tókst þér ekki, eða reyndirðu ekki, að fá konuna með í meðferðina?“ „Æ, hún blessunin, nei hún gaf aldrei neitt fyrir þetta allt. Kallaði það meinlætaheilsu. Sat bara og prjónaði og glotti að listum doktors- ins. Það var synd. Ég fyrirgaf henni það aldrei. Enda dó hún sextug. Það var þá sem mér fannst að dofnaði hljómur þessarar klukku þarna á veggnum. Við fengum hana í brúðargjöf.“ Gamli maðurinn benti á klukkuna. „En ekki tjóaði víst að æðrast. Hún vildi ekki læra rétt og syndlaust 100 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.