Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 118
ar hann stendur andspænis bókasafh- inu, sem hafði verið vinnustaður hans í sumarleyfum, uppgötvar hann að bygg- ingunni er áfátt: „Ég renndi augunum ofar, taldi hæðirnar ósjálffátt: Ein, tvær, þrjár . . . og kaldur himinbláminn tók við!“ Heimir kennir reyndar ekki minn- inu um misræmið, heldur hafi hann byggt ofan á húsið í kollinum, þetta hafí verið „hrein og klár ímyndun“. Þótt hér sé um sígilda smækkunarreynslu hins fullorðna að ræða fær hún víðari skírskotun í bókinni — hún verður til marks. um þá villu sem Heimir óð í: „Fjórða hæðin var ekki til.“ Sökum breyttra viðmiða er fortíð hans orðin framandleg og drifkraftur bókarinnar felst í raun og veru í leitinni að fjórðu hæðinni, krufningu á þeirri vídd sem hún stóð fyrir eða, svo notað sé fræða- skotnara tungutak, leitinni að táknmiði þessarar táknmyndar. Titill bókarinnar er þess vegna vel við hæfi. Heimir veit í upphafi bókar að hvaða leyti forsendur hafa breyst, þótt lesand- inn geti ekki vitað nákvæmlega hver verkurinn er, en ferðin „heim“ er áþreif- anleg staðfesting á því að Heimir fellur ekki inn í hinn gamla veruleik lengur — lykillinn hans gengur ekki lengur að skrá bókasafnsins (hver annar en Árni Magn- ússon hefur rétta lykilinn!), það býr önn- ur fjölskylda í gamla íbúðarhúsinu þeirra, klukkan á kirkjuturninum geng- ur ekki lengur og hann hefur verið að hrasa um „ójöfnur í tímanum“ frá því hann kvaddi konu sína syðra, en svo merkilega vill til að fyrstu jólin þeirra gaf hún honum armbandsúrið sem hann ber. Allt er þannig gert klárt fyrir uppgjör við fortíðina, við tímann, eins og bent er á með fjölda tilvísana til klukkna, auk þess sem allir fjórir hlutar bókarinnar eru tímasettir svo lesandinn fái örugg- lega glöggvað sig á atburðarásinni; þar er röðunarárátta bókasafnsffæðingsins komin. Þegar Heimir hverfur með bréf Jóhanns heitins Svavars fósturbróður síns inn um bókasafnsdyrnar — hvirfl- ast „inn um glufu á tímanum“ — er því engu líkara en hann fari í nokkurs konar útför. Nú skal staðið augliti til auglitis við fortíðina, slétt úr þeim ójöfnum í tímanum sem hann hafði verið að hrasa um. Ljóst er að eitthvað hefur komið fyrir, enda er okkur sagt að Heimir hafi ekki sótt bæinn heim síðan ónefndur atburður átti sér stað og foreldrar hans fluttu burt. Þetta veður af voveiflegum atburðum verður helsti spennugjafi bókarinnar. Bræður í andanum Nú tekur við hryggjarstykki bókarinnar, flækjan, fyrst kaflinn „Bræður“, þar sem lýst er samskiptum og uppvexti þeirra bræðra þangað til Jóhann Svavar stelek- ur að heiman, síðan „Bréf‘, þar sem Heimir les á ný bréfin sem fóru á milli þeirra eftir það. Þar birtist nýr flötur á samskiptum bræðranna, auk þess sem lesa má ýmislegt milli línanna, enda „þögnin mest áberandi", einkanlega við endurtekinn lestur. Heimir er einmitt að lesa bréfin aftur, en leyfir lesandanum að lesa yfir öxlina á sér. Þar sem Heimir gerir engar athugasemdir við bréfin meðan hann les, þau eru birt nakin, lík- ist upplifun lesandans við frumlestur upphaflegri upplifun sögumannsins. Við endurtekinn lestur verður upplifun lesandans líkari upplifun Heimis á frá- sagnartímanum og þannig gerir Krist- ján bókina skemmtilega tvöfalda í roðinu, hún verður tvennra tíma og ger- ir kröfu um endurlestur vegna breyttra forsendna, en það er einmitt hvatinn að því að Heimir les bréfin aftur. Þá fá hversdagslegustu fyrirbæri „óvænta og nýja merkingu líkt og í listaverki þar sem 116 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.