Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 35
Aftanmálsgreinar
1 Ástráður Eysteinsson gerir þetta að umtalsefni í fyrirlestri um Gerplu og Fóst-
brœðra sögu, sem prentaður er í Skáldskaparmálum 1 (1990).
2 Kristinn E. Andrésson, Ritgerðir II, Reykjavík: Mál og menning, 1979, bls. 304.
Kristinn kallar Edbmdre, Jord, Hvide-Krist og Gr&mand „eyður í skáldsagnagerð
Gunnars Gunnarssonar.11 Kunni Kristinn betur að meta söguna af Ugga Greips-
syni og skrifar líka betur um hana sem því svarar. En ekki er laust við að Gunnar
taki undir sjónarmið Kristins og afsaki sig er hann kemst svo að orði í eftirmála
við söguna árið 1953: „Að taka sér skáldaleyfi í bága við heimildir þótti goðgá.
Reyndar hefur mér alla daga verið meinilla við að víkja frá sennilegum sögnum
og atburðaröð." (Fóstbrœður, Reykjavík: Landnáma, 1953, bls. 337; Jakob Jóh.
Smári þýddi söguna).
3 Sigurður Nordal, List og lífsskoðun II, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1987, bls.
16.
4 Matthías Johannessen, Bókmenntaþcettir, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1985,
bls. 37. — Þess má geta að orðið „einlyndi“ kemur fyrir í sögunni Hinn bersyndugi
eftir Jón Björnsson (Reykjavík: án útg., sérprent úr Lögréttu, bls. 213) og merkir
þar eiginlega „þráhyggja“ og er haft um söguhetjuna sem fannst hann vera
kominn með kvenfólk á heilann (Nordal hefði líklega ffemur notað orðið „marg-
lyndur“ um þessa persónu). Sigurður getur þess í fyrsta fyrirlestri sínum að hann
noti orðin í annarri merkingu en tíðkaðist í fornu máli er „einlyndur“ merkti
„einrænn, einþykkur, sérlundaður“, en „marglyndur" var haft um lauslæti, að
vera ekki við eina fjöl felldur í ástamálum. (SN 1987, bls. 50,65).
5 Sigurður talar í fyrsta fyrirlestrinum um „lífernislist“ og að tilgangur fyrirlestra
hans sé „hagnýtur; þeir eiga að vera lítill steinn í undirstöðu listarinnar að lifa“
(bls. 35); en einnig segir hann (bls. 16) að hugtökin einlyndi og marglyndi megi
nota sem „skapgerðarlýsingar“.
6 Þarna ræðir Sigurður um að tilbreytni sé af hinu góða (víxlyrkja er að rækta
landspildu með mismunandi nytjaplöntum ár ffá ári til að nýta jarðveginn sem
best), en í tilbreytninni þarf sjálfsaga: „Menn eiga að lifa óreglulega, en vera um
leið sterkari en óreglan.“ (Bls. 271).
7 Vísbending um að Nordal hafi aðhyllst einlyndi er t.d. á bls. 55 í bók hans, þar
sem hann segir að eins og kjör mannsandans séu nú, sé það „sár kvöl að vera of
fjölhæfur". En fulltrúar marglyndis eru ekki af verri endanum hjá Sigurði (Renan
og Goethe) og segir hann að „Ef mér skyldu ekki vera báðar hliðar jafnkærar, þá
vildi eg þó að minnsta kosti vera óhlutdrægur" (58). Ekki er það málstað
marglyndis til framdráttar þegar Sigurður segir (á bls. 184) að leikhyggja eða
dilettantismi sé „að mörgu leyti hin einkennilegasta og sjálffi sér samkvæmasta
tegund marglyndisins“. Á einum stað í fyrirlestrum sínum segir Sigurður að
marglyndi geti ekki verið lífsstefna (bls. 72), því það geti ekki talist nógu eftir-
sóknarvert. Meira er fjallað um gaOa marglyndis í bók Sigurðar (sjá bls. 252-253).
TMM 1994:4
33